Blanda - 01.01.1944, Page 204
200
bróSir Þorsteins, síðar bónda á Hjaltastöð-
um.
3) Kjartan Jónsson, 23 ára, ógiftur. Þeir voru
vinnumenn Jóns.
4) Halldór Pétursson frá Vatni, 21 árs. Hann
var bróðir Sigurðar Péturssonar, sem síðar
bjó á Staðarhóli í Siglufirði.
5) Sigurður Runólfsson bóndi í Mýrakoti, 38
ára. Hann var giftur Kristínu, systur Jóns
á Höfða, og fór hún til Ameríku 1876 með
fimm börn þeirra, hið elzta þá 12 ára og hið
yngsta, Sigurð Jón, 2 ára, og benda nöfn
drengsins til þess, að hann hafi fæðzt eftir
drukknun þeirra föður síns og móðurbróður.
6) Jóhann Jóhannesson frá Sæborg, 22 ára,
ógiftur.
7) Þorleifur Magnússon bóndi á Óslandi, gift-
ur og lét eftir sig börn; meðal þeirra var
Þorlákur, er síðar giftist Margrétu Stefáns-
dóttur, sem enn er á lífi í Siglufirði 1945.
Áttundi maðurinn, sem fórst með Jóni, mun
hafa verið aðkomumaður (sennilega vermaður
hjá honum). Hefir mér ekki tekizt að hafa upp
á, hver hann var. Nöfn og aldur sex hinna
fyrstu er tekið úr kirkjubók Höfðasóknar, en
Þorleifs eftir Ættum Skagf.
Rannveig Hákonardóttir, ekkja Jóns, mun
hafa búið á Höfða til vorsins 1877. Þá mun hún
hafa flutzt til Eyjafjarðar og síðar til Mjóa-
fjarðar. Loks fluttist hún til Ameríku, senni-
lega laust eftir 1880, og þar lézt hún, en óvíst
hvenær. Rannveig þótti ávallt hin merkasta
kona fyrir margra hluta sakir. Jakob, bróðir
hennar, mun hafa flutzt með henni til Ameríku,