Blanda - 01.01.1944, Side 207
203
ið, hefi eg fært í letur í sérstöku riti, sem eg
hefi lengi geymt, unz eg hefi nú loks orðið að
iáta það koma fyrir almennings sjónir, vegna
áskorana og hvatninga frá mörgum heiðarleg-
um mönnum". Undir tileinkunina skrifar hann
Daniel Vetterus, og kvað „Vetter“ (frændi)
vera þýðing á Streyc, en „us“ er latnesk end-
ing, sem bætt er við til viðhafnar, eins og títt
var meðal lærðra manna á þeim dögum. Er þó
að vísu óvíst um það, hvað lærdómi Streycs
ieið, eða var a. m. k., þegar danska þýðingin
var gerð.1) Næst kemur formáli, sem segir frá
siglingu hans til landsins, ferðalagi hans um
landið og sjóferðinni héðan til Hamborgar á
heimleið. En einkennilegt er það, að hvorki þar
né í aðalritinu er sagt, hvenær hann fór ferð-
ina. Thorson gizkar á, að hann hafi farið ferð-
ina skömmu eftir 1613 og löngu fyrir 1635, og
Sigurður L. Jónasson, er ritað hefir athuga-
semdir aftan við þýðinguna, telur, að ferðin
niuni hafa verið farin 1613 eða 1614. Sömu
skoðun lætur Þorvaldur Thoroddsen í ljós, en
hann hefir helgað ritinu drjúgan kafla í Land-
fræðisögu íslands (II b., bls. 195—209). Telur
hann það með betri bókum um Island á sínum
tíma; er þó varla nokkur heil brú í neinu, sem
hann tekur upp úr ritinu, sem að vísu er ekki
von, því að heita má, að þar sé hvergi vit í
neinu. Sigurður L. Jónasson, sem að vísu sýnir
og fram á fjöldann allan af vitleysum í ritinu,
er líka furðanlega vægur í dómum sínum um
hað, enda segist hann, í lok athugasemda sinna,
hafa sýnt höf. svo mikla vægð, sem sér hafi
1) Sjá hér síðar.