Blanda - 01.01.1944, Page 208
204
verið fært, og er það sízt ofmælt. Mér sýnist
engu áreiðanlegri fróðleikur um ísland í þessu
riti en í öðrum ferðabókum frá lokaárum 16.
aldar og öndverðri 17. öld, eftir því sem þeim
er lýst í Landfræðisögu Þ. Th., en sá er munur-
inn og t. d. á Blefken,1) að höf. forðast allar
svívirðingar um íslendinga og ber þeim yfirleitt
vel söguna heldur en hitt. Er ekki ósennilegt,
að þetta hafi ósjálfrátt ráðið vægð S. L. J. og
Þ. Th. við höfundinn. Hvorugum þeirra, og ekki
Thorson heldur, hefir kömið annað til hugar
en að Streyc segi það satt, að hann hafi ferðazt
hér, og segir Þorv. Thor. meira að segja, að
„það sé auðséð, að Str. hafi komið hingað til
landsins". Á hverju Þ. Th. hefir séð það, er
ekki gott að vita, því að höf. ritsins hefði getað
skrifað hvert orð í því, þótt hann hefði alltaf
setið kyrr á sama stað og aðeins ferðazt hing-
að „í anda“, eins og Sölvi til Parísar forðum.
Á hinn bóginn er ýmislegt í ritinu, sem enginn
maður, sem hefði ferðazt hér með opin augu og
óskerta sálarsjón, hefði getað fært í letur, nema
á móti betri vitund. Skal nú gerð nánari grein
fyrir þessu.
í athugasemdum Sig. L. Jónassonar eru talin
upp a. m. k. 6 atriði, sem ekki verður annað séð
1) Hann þóttist hafa komið til íslands 1563, en
flestir munu á einu máli um það, að hann hafi aldrei
hér komið. Gaf hann út bók 1607 um þjóðina og þau
undur, er hann þóttist hafa kynnzt hér. Er sú bók talin
allra bóka vitlausust, sem um ísland hafa verið ritað-
ar, og þarf mikið til. Arngrímur lærði ritaði bók til and-
svara og tætti rit Blefkens svo í sundur, að þar stóð
hvergi steinn yfir steini.