Blanda - 01.01.1944, Side 210
206
inn skipakost fyrstu áratugi einokunartíma-
bilsins, að verzlunarfélagið, sem fékk íslands-
verzlunina á leigu 1602, neyddist oft til að leigja
þýzk skip til íslandsferða (sjá P. E. Ó.: Seytj-
ánda öld, bls. 407). En slíkt var gert í fullu for-
boði konungs (s. st.), og kemur því varla til
mála, að höfuðsmaður hefði útvegað þeim
Streyc far héðan með skipi frá Hamborg, þótt
á leigu hefði verið hjá danska verzlunarfélag-
inu, og þaðan af síður, að höfuðsmaður hefði
siglt sjálfur með öðru Hamborgarskipi, eins og
beinast liggur við að skilja höf. Erfitt er að trúa
því, að maður, sem hefði ferðazt hér 1613 eða
1614, hefði aldrei orðið var við danska kaup-
menn, heldur aðeins þýzka, sem að vísu áttu þá
hér ekki friðland. En það sést oftar en einu
sinni, að Streyc heldur, að allir kaupmenn hér
séu þýzkir. Segir hann m. a., að þeir haldi við-
skiptamönnum sínum stórveizlur í híbýlum sín-
um, en raunar bauð konungur þegar 1608, að
rífa öll hús, er þýzkir kaupmenn áttu þá á Is-
landi (s. st.). Mjög góðfúsan lesara þarf og til
að trúa því, að sá maður hefði ferðazt hér, þótt
ekki væri nema frá Snæfellsnesi til Þingvalla
og þaðan til Skálholts og Bessastaða, sem segir
annað eins og það, að margar torfærur séu svo
miklar, að ómögulegt sé að komast yfir þær
gangandi, og ekki nema á hesti (bls. 285)x);
hefir S. L. J. tekið eftir þessu og segir réttilega,
að þetta sé alveg öfugt. Ruglið um gjárnar (á
sömu bls.) virðist og gefa í skyn, að sé byggt
1) Ilér os annars staðar, þar sem blaðsíðutal er til-
fært, er átt við þær blaðsíður í tímaritinu, sem hin til-
færðu ummæli eru í.