Blanda - 01.01.1944, Page 211
207
á ferðamannsreynslu höfundarins. Á bls. 271
segir, að [lagnaðar]ís sé hér venjulega árið um
kring, en þó verður ekki séð, að hann hafi rekið
sig á hann, þegar hann þykist hafa komið til
iandsins né farið þaðan. Snæfellsjökull segir
hann að sé 5 mílna hár, og sjáist aldrei upp á
tindinn, af því að hann nái upp í.skýin (bls.
278). Hekla segir hann, að sé svo ógurleg til-
sýndar, að allir hljóti að nötra af skelfingu, ef
Þeir líti þangað. „Voðalegt bál og logar standa
sí og æ upp úr fjallinu" (bls. 279—81). Nú gaus
Hekla aldrei milli 1597 og 1619, svo að, ef höf.
hefði ferðazt hér 1613 eða 1614, hefði hann
ekki getað sagt annað eins. Kveður svo rammt
a<5 fjarstæðum höf. um Heklu, að S. L. J., sem
bó tekur það trúanlegt, að höf. hafi ferðazt
hér, segir, að þegar lýsingin á Heklu sé lesin,
Se ekki unnt að komast að annarri niðurstöðu
en þeirri, að höf. hafi aldrei Heklu séð, heldur
tekið lýsinguna eftir fyrirrennurum sínum (bls.
205). Er það hverju orði sannara. En þá verð-
Ur líka að strika yfir frásögn hans um förina
H1 Skálholts og dvölina þar — þar á meðal sög-
una um skilnaðarveizluna þar, er biskupinn,
kona hans og börn og fleiri ættingjar þjónuðu
beim Streyc til borðs (!) — því að ekki gat
hann komizt hjá að sjá Heklu þaðan. — Þá er
hnð heldur ótrúlegt, að hann hafi „skoðað
grandgæfilega með eigin augum“ neðanjarðar-
hæina, sem 60—200 manns bjuggu í og voru
samt mjög rúmgóðir (bls. 290). Eða að skyrtur
alls þorra alþýðumanna hafi verið úr skinni
(bls. 293). Margir Islendingar segir hann, að
yerði 150 ára, og sagt sé, að sumir verði 200
ara, en svo varfærinn er hann, að hann fullyrðir