Blanda - 01.01.1944, Side 212
208
það ekki (bls. 292). Þá á það sjálfsagt að vera
byggt á athugunum höf., er hann segir, að Is-
lendingar þurfi ekki að leggja á sig erfiði, því
að þeir hafi sama sem ekkert að gera annað en
að hirða kvikfénaðinn; fiskveiðarnar megi
fremur telja til hressingar en erfiðis, því að
svo mikið sé af fiskinum, að þeir þurfi ekki
nema örstuttan tíma til að afla nægilegs viður-
væris handa sér og sínum (bls. 293). Margt
fleira mætti telja þessu líkt, sem óhugsandi er
að höf. hafi séð eða kynnzt, en vafalaust má
telja, að sé tekið eftir bókum þeirra, sem um
Island höfðu ritað á undan honum, auk þess,
sem víst er, að tekið er eftir Blefken.
Ekki gefur höf. í skyn, að hann hafi komið
til Vestmannaeyja, og er því ekki tiltökumál,
þótt hann haldi, að þar sé aðeins ein ey. En hér
skal drepið á þá sögu, sem hann segir þaðan,
að þar geti engin kona alið barn, og verði því
að flytja barnshafandi konur til meginlands og
láta þær dvelja þar, unz þær verða léttari. Get
eg hennar hér vegna þess, að S. L. J. og Þ. Th.
hefir dottið í hug, að sá fótur sé fyrir sögunni,
að barnshafandi konur hafi verið fluttar til
lands til að ala börnin, vegna hættunnar af gin-
klofanum. Telur Þ. Th. „líklegt, að þarna sé átt
við ginklofann, sem fyrrum deyddi flest börn i
Vm.“, og S. L. J. nefnir líka ginklofann í þessu
sambandi, þótt ekki segi hann neitt beinlínis
um líkur til þess, að sagan eigi við hann. Eg tel
litlar eða engar líkur til þess, að sagan eigi neitt
skylt við ginklofann. Fyrst og fremst segir sag-
an, að konur geti ekki fætt í eyjum, en gefur
ekki í skyn, að börnunum sé þar sérstakur háski
búinn eftir fæðinguna. I öðru lagi er ekkert vit-