Blanda - 01.01.1944, Page 213
209
að um ginklofa í Eyjum í byrjun 17. aldar,
meira að segja fremur ólíklegt að hann hafi
verið þar þá, því að engar sögur fara þar af
honum fyrr en um 1700, og að vísu harla fáar,
þangað til síðasta hálfan annan áratug átjándu
aldarinnar. í þriðja lagi væri mjög ólíklegt, ef
ginklofi hefði verið svo magnaður í Eyjunum
í byrjun 17. aldar, að konur hefðu ekki þorað
að ala börn sín þar þess vegna, að sá siður, að
flytja vanfærar konur til lands til að fæða þau
þar, hefði lagzt niður og ekki verið tekinn upp
aftur á þeim tímum, sem vitað er að ginklofinn
drap meiri hluta nýfæddra barna í Vm. Ef
nokkur fótur er fyrir sögunni, eru meiri líkur
til, að þessi siður hefði verið tekinn upp og
haldizt nokkra hríð vegna þess, að engin kona
hafi þá verið í Eyjum, sem treyst hafi verið til
að taka móti börnum, ef til vill fleiri eða færri
konur dáið þar áður af barnsförum, og hjálpar-
leysi verið um kennt. En langmestar líkur sýn-
ast mér til þess, að sagan sé tilhæfulaus upp-
spuni, eins og flest annað í ritinu.
Rétt er enn að minnast á frásögn Streycs um
heimförina með kaupskipinu frá Hamborg, sem
höfuðsmaður átti að hafa útvegað þeim far með.
Þeir fengu góðan byr fyrst (ekki getið um hve
lengi), síðan nærri logn (ekki heldur getið hve
lengi), en þegar kom milli Skotlands og Hjalt-
lands, gerði svo mikið rok í 3 sólarhringa, að
ekki var viðlit að hafa uppi nokkurt segl, og
skipverjar urðu að sætta sig við að láta skipið
reka fyrir vindinum „hvert sem honum sýnd-
ist“. Er átakanlega lýst hörmungum þeirra
Streycs og skipverja þessa illviðrisdaga. Þrátt
fyrir logntafirnar og þriggja sólarhringa rok
Blanda VIII 14