Blanda - 01.01.1944, Page 214
210
á eftir, sem hrakti skipið sjálfsagt langar leiðir
norður í höf, — þetta var andviðri, — komust
þeir heilu og höldnu til Hamborgar á 8 dög-
um( I).1) Það er víst óhætt að fullyrða, að þessi
sjóforð hefir ekki verið farin nema „í anda“, og
sama máli mun að vísu gegna um íslandsferð
Streycs frá upphafi til enda. Hefir áður verið
vikið að því, að hann hefði getað skrifað hvert
orð í ritinu, þótt hann hefði aldrei stigið hér
fæti á land, en hins vegar margt þar, sem eng-
inn maður hefði getað skrifað, er hefði kynnzt
landinu, nærri hvað lítið sem var, fremur en
nokkurt seglskip gat komizt á 8 dögum frá
Bessastöðum til Hamborgar, við þær aðstæður,
sem lýst er. Víst er, að höf. hefir þekkt rit Blef-
kens og notað sumt úr því, þar á meðal atriði,
sem hann hefði hlotið að sjá, að voru röng, ef
hann hefði komið hér. A. ö. 1. er sennilegt, að
hann hafi tínt fróðleik sinn úr öðrum álíka
áreiðanlegum ferðabókum. Vel getur verið, að
hann hafi þekkt eitthvað af ritum Arngríms
lærða og m. a. verið kunnugt um þá útreið, sem
Blefken fékk hjá honum. Ef svo hefði verið,
væri skiljanlegt, að hann hefði sneitt hjá sví-
virðingum Blefkens um íslendinga, til þess að
1) Framsetning Streycs er sums staðar svo óljós, að
orkað getur tvímælis, hvernig skilja beri, og svo er hér.
Getur hugsazt, að þar sem hann segir, að guð hafi leitt
þá félaga til Hamborgar á 8 dögum, sé átt við, að þeir
hafi verið 8 daga þangað, eftir að rokinu slotaði, en sá
skilningur, sem fylgt er hér á meginmálinu, liggur nær,
eftir orðalaginu. Þorv. Thor. hefir og skilið þetta svo
sem þar er gert, og segir fullum fetum, að þeir félagar
hafi komizt á 8 dögum til Hamborgar, þrátt fyrir mestu
hrakviðn.