Blanda - 01.01.1944, Page 215
211
eiga ekki á hættu, að fá sömu útreiðina. Hitt er
líka skiljanlegt, að höf. notar ekki rit Arngríms,
þótt hann hefði þekkt þau. Þá hefði bókin nefni-
lega ekki orðið jafn útgengileg og ef til vill ekki
einu sinni jafn sennileg í augum manna á þeim
tímum, því að þeim hefir væntanlega líkað bezt
þær lýsingar landa og þjóða og trúað þeim bezt,
er furðulegastar voru og ólíkastar því, sem þeir
áttu að venjast í sínum heimahögum. En á því
getur varla leikið efi, að bókin hefir verið gefin
út í gróðaskyni og Streyc verið einn þeirra höf-
unda, sem Páll Eggert Ólason segir um, að svo
sýnist sem þeir „hafi haft það að atvinnu, að
rita ferðasögur af lítt kunnum löndum og lýs-
ingar af fjarlægum þjóðum og hafi . . . mest
matarbragð að því þótt, er fáránlegast var og
að öllu hin mestu ólíkindi" (Menn og menntir
IV. b., bls. 226). Enn má benda á, að ferðin átti
að hafa verið farin svo löngu áður en bókin
kom út, að ekki var hætta á því, að neinn færi
að rekast í því né gæti fengið vitneskju um,
hvort hún var nokkurn tíma farin, og það því
síður, sem þess er hvergi getið í ritinu, hvaða
ár hún hafi verið farin. Þá varkárni sýnir og
höf., að þótt hann tali alls staðar um fei'ðafé-
laga, sést hvergi, hvort þeir voru einn eða fleiri
né hver eða hverjir þeir voru, svo að ekki var
þangað að leita, ef svo ólíklega hefði farið, að
nokkur samlandi hans hefði efazt um, að ferðin
hefði nokkurn tíma verið farin. Annars segja
sumir tékkneskir og pólskir rithöfundar, að
maður frá Máhren, er þeir nefna Jan Salomon
°S sumir þeirra kalla prest, hafi farið förina
rneð Streyc, en á hverju þeir byggja það, er
mér ókunnugt. Víst er um það, að þeir hafa