Blanda - 01.01.1944, Page 217
213
Thoroddsens og nokkrar frá sjálfum sér, „og
eru þar mörg, yfirleitt (meistenteils) of hvöss
ámæli Sigurðar færð til rétts vegar“ (auf das
richtige Mass zuriickgefiihrt — bls. 4).1)
Þetta er erfitt hlutverk, því að öll „ámæli“
Sigurðar eru studd tilvitnunum í rit Vetters, og
heildardómur hans um það þar á ofan vægri en
efni standa til, svo sem áður er á vikið. Enda er
það sannast að segja, að á þeim 13—14 blaðsíð-
um (bls. 9—22), sem Walter ver til að skýra
frá athugasemdum Sigurðar, gerir hann enga
tilraun til að hrekja neitt af ummælum hans,
því að tæpast verður það talin tilraun til að
hrekja neitt, og þaðan af síður að neitt sé hrak-
ið, þótt (á bls. 21) sé sleppt úr tilvitnun, er Sig.
tekur upp (Ann. bls. 321) úr lokakapítula bók-
ar Vetters, einmitt þeim orðum, sem Sig. hefir
auðkennt og ummæli hans á eftir eiga við, svo
að ummælin sýnast út í hött, og þetta áréttað
með því að setja í þau háðsmerki. Ekki hrekur
það heldur neitt, þótt höf. ítreki þann sleggju-
dóm á bls. 11, að gagnrýni Sig. sé of hvöss og
að „V. eigi slíka gagnrýni ekki skilið“, og ekk-
ert hjálpar það heldur, þótt hann á sama stað
„vísi á bug“ álasi Poestions, [er tali] „rétt eins
og (als ob) V. væri óáreiðanlegur“(!). En um
leið og hann skilur við Sigurð, tekst honum
samt að herma upp á hann eina villu, sem að
vísu bætir lítt úr skák fyrir Vetter, þá sem sé,
að rit Vetters hafi aldrei þekkzt á Islandi og
þess vegna ekki getað sætt þaðan neinum and-
mælum. „En það er nú eitthvað annað", segir
1) Þar sem hér og síðar er tilfært blaðsíðutal, er átt
við hið sérprentaða rit Walters.