Blanda - 01.01.1944, Síða 218
214
W. „Bezti íslenzki landfræöingurinn á 17. öld,
Þórður Þorláksson Skálholtsbiskup, minnist á
V. og rit hans í „Dissertatio chorografico-histo-
rica de Islandia“,“ en það rit var þrisvar gefið
út í Wittenberg, fyrsta sinn 1666. Segir W., að
Þórður hafi tekizt á hendur að berjast gegn
röngum frásögnum, sem gengu um Island, eins
og Arngrímur Jónsson, „og virðist honum“,
segir W., „hafa tekizt það betur en Amgrími“ f)
vegna þess að hann hafi ekki svo mjög blandað
ádeilum í lýsingu sína sem þessi fyrirrennari
hans. Tilfærir W. síðan það, sem Þórður segir
um Vetter, og er það merkilegt, að helzt lítur
út fyrir, að hann haldi, að það sé V. fremur í
hag. A. m. k. hreyfir hann engum beinum and-
mælum gegn ummælum Þórðar, og eru þau þó
sýnu harðari en dómar Sigurðar og Poestions,
sem hann segir, að séu harðari en V. eigi skilið.
En að vísu getur verið, að W. hafi ekki skilið
vel latínuna hjá Þórði; er það og varla láandi,
eins og hann hefir lesið hana og tekið upp í rit
sitt, því að í 2 málsgreinum, sem þar eru til-
færðar um V. úr bók Þórðar, eru ekki færri en
8 villur, og flestar svo bagalegar, að setning-
arnar, sem þær eru í, verða sumar lítt, og aðrar
alls ekki, skiljanlegar. En þetta segir Þórður
um Vetter:
„Obtulerunt se non ita pridem pagellæ quæ-
dam de Islandia, Germanico idiomate, in lucem
1) Að vísu var þetta starf Þórðar lofs- og virðingar-
vert, en engu að síður munu allir, sem hér eru dóm-
bærir, vera á einu máli um það, að landkynningarstarf-
semi Arngríms skari langt fram úr öllu, sem í þá átt
var unnið á 17. öld.