Blanda - 01.01.1944, Page 220
216
af skröksögum, sem flestar eru sníktar frá öðr-
um rithöfundum, einkanlega Blefken, en sum-
um einnig skrökvað upp af höfundinum sjálf-
um, getið um tvær lindir, sem, ef eg fer ekki
villt, önnur breyti hvítri ull í svarta, en hin þar
á móti svartri ull í hvíta. Svo miklum uppspuna
og svo mörgum staðleysum hefir blaðrari þessi
hrúgað saman, að eg varð sem steini lostinn af
undrun yfir bíræfni mannsins, er ekki hefir
svifizt þess að færa aðrar eins falsanir í letur
og þar á ofan bera fyrir sig9) sína eigin reynd“.
Allir munu sjá, að þessi dómur „bezta land-
fræðingsins á íslandi á 17. öld“ er miklu hvass-
yrtari í garð Vetters en ummæli þeirra Sigurð-
ar og Poestions, þótt V. leggi ekki út í að ve-
fengja eitt einasta atriði í honum, hvort sem
er af þeirri ástæðu, sem hálft í hvoru er gizkað
á hér á undan, eða einhverri annarri.
í frásögn V. um vegina á íslandi er þetta eitt
af því fáa, sem eitthvert vit er í: „ . . . Annars
staðar liggja firðir svo mílum skiptir inn 1 land-
ið, og verða menn, þegar hafið hverfur frá að
eðlilegum hætti, að reyna að hraða ferð sinni
yfir þá svo sem unnt er, til þess að það nái
manni ekki, þegar það kemur aftur, því að þá
drukknar maður hörmulega". E. Walter er tals-
vert hróðugur yfir því, að þessari lýsingu beri
alveg saman við lýsingu Kaalunds á Löngufjör-
um og „hafi hinn tékkneski rithöfundur séð og
lýst þessu nálega alveg eins og hinn danski
fræðimaður meir en 200 árum síðar“. En þessu
fer víðs fjarri. Kaalund segir réttilega, að veg-
urinn um Löngufjörur liggi meðfram strönd-
1) Þ. e. þeim til staðfestingar.