Blanda - 01.01.1944, Síða 221
217
inni, en minnist auðvitað hvergi á firði þar „svo
mílum skipti" inn í landið, sem leiðin liggi yfir,
því að þar eru engir slíkir firðir. Hinu verður
ekki neitað, að Þorv. Thoroddsen segir það sé
auðséð, að V. sé þarna að lýsa leiðinni, sem
hann hafi farið að vestan og eigi við Mýrar og
Löngufjörur. Þetta hlýtur hann að hafa skrif-
að í gáleysi, því að fyrst og fremst getur áður-
nefnd lýsing V. ekki átt við Mýrar og Löngu-
fjörur — nær sanni væri, að hún gæti átt við
fjöruleiðina yfir Hvalfjörð innst (Botnsvog)
eða Hrútafjörð. í öðru lagi verður að gera ráð
fyrir, að þess hefði verið getið í lýsingu V. á
ferðinni að vestan, ef hann hefði þótzt hafa far-
ið þessa leið, en það er öðru nær, því að þar
segir, að leiðin hafi legið um „voðalega, sundur-
tætta og brennda kletta, og þar að auki gaus
upp úr þeim við og við svo ógurlegur reykur og
svæla, að hárin risu á höfðum vorum af skelf-
ingu. Oft hittum vér líka fyrir staði, sem voru
svo útbrunnir að innan og, hvað meira er, svo
undra stórar og herfilega ljótar tjarnir, að lík-
iegt er, að enginn mundi trúa, sem ekki hefði
sjálfur séð“. Önnur lýsing en þetta er ekki á
ieiðinni, sem Vetter þykist hafa farið að vest-
an, hvergi svo mikið sem minnzt á fjörureið eða
ðrukknunarhættu. Hin umræddu ummæli hins
mikilhæfa fræðimanns verða því ekki tekin gild,
rneð því að staðreyndirnar mæla þeim í móti.
E. Walter segir, að lýsing Vetters á Þingvöll-
um (sem W. kallar hásléttu) sé hárrétt (tref-
fend). Hún er oflöng til að taka hana hér upp
orðrétta, og verður að nægja að geta þess, að
V. segir, að þingstaðurinn sé um það bil í miðju
landinu, og safnist fólkið þar saman á fögrum,