Blanda - 01.01.1944, Page 224
220
kominna óprentaðra bréfa Jóns forseta Sigurðs-
sonar hingað á Landsbókasafnið væri bréf til
C. C. Rafns, þar sem Jón léti uppi álit sitt á riti
Vetters. Rafn var stofnandi norræna fornrita-
félagsins (Det kongelige nordiske Oldskrift Sel-
skab) og ritari þess til æviloka, og mátti hann
allajafna heita einvaldur um mál þess. En Jón
Sigurðsson var um margt hans önnur hönd, og
mun Rafn venjulega hafa borið undir hann
flest, er máli skipti, varðandi störf félagsins,
a. m. k. það, sem kom íslandi eða íslenzkri sögu
og bókmenntum eitthvað við. Meðal annars sýn-
ir bréf Jóns, er hér getur, að Rafn hefir sent
honum þýðingu Thorsons á ferðasögu Streycs,
er kom út í tímariti félagsins, Annaler for nor-
disk Oldkyndighed og Historie. Svo sem getið
er í upphafi greinar minnar, kom þýðing þessi
út í árgangi tímaritsins fyrir 1858, en auðséð
er, að það er ekki nýtt fyrirbrigði né sérstak-
lega íslenzkt, að tímarit verði síðbúin, því að
inngangur Thorsons að þýðingunni er dagsett-
ur 23. marz 1859, og bréf Jóns daginn eftir. Má
ráða af bréfinu, að Rafn hefir sent Jóni þýð-
inguna í því skyni, að hann gerði athugasemdir
við efni hennar, og þá fyrst og fremst við það
í því, sem væri nærgöngult íslendingum. — Hér
kemur bréf Jóns:
Kbhavn, d. 24. Marts 1859.
Vedlagt tillader jeg mig at sende tilbage Thor-
sons Oversættelse af „Vetters“ Reise i Island.
Det er mig ganske umuligt at skrive Bemærk-
ninger om et Produkt af den Beskaffenhed, og
jeg beklager, at Thorson af Interesse for det