Blanda - 01.01.1944, Page 226
222
gaae for Thorsons Regning og for Oldskrift Sel-
skabets, end at have nogen Andeel deri.
Hr. Cfraaden vil godhedsfuldt undskylde, at
jeg uden Omsvöb siger min Meening.
Deres ærbödigst hengivne
Jón Sigurðsson.1)
Sennilega hefir Rafn sent Jóni þýðingu Thor-
sons í próförk og prentun verið svo langt kom-
in, að honum hefir þótt um seinan að hætta við
að birta hana, þótt mælt væri, að hann metti
1) Á íslenzku:
Khöfn, 24. marz 1859.
Hér með leyfi eg mér að endursenda þýðingu hr.
Thorsons á ferðasögu „Vetters“ frá íslandi. Mér er
alveg ómög'ulegt að rita athugasemdir við svona rit-
smið, og mér þykir leitt, að Thorson skuli hafa getað
lagt sig niður við að þýða annað eins, vegna þess hve
pólsk fræði eru honum hugleikin. Ritið sýnir, að höf-
undur þess hefir hvorki haft hugmynd um íslenzka
tungu, sögu né bókmenntir, meira að segja ekki um
landið né þjóðina, og barnaskapurinn lýsir sér enn
átakanlegar vegna þess, að hann er sí og æ að reyna að
láta í ljós aðdáun sína á guðs handaverkum. Það er nú
bara til athlægis, að þarna er krökkt af frásögnum um
fyrirbrigði, sem aldrei hefir orðið vart, t. d. að Hekla
gjósi án afláts, en þegar frá þessu skýrir maður, sem
segist hafa dvalið i Skálholti og því beint andspænis
Heklu, þá mætti ætla, að hann hefði ekki verið með réttu
ráði. Það er hörmulegt, finnst mér, ef félagið teldi
ástæðu til að endurprenta slíkar — vægast sagt —•
skringi-bókmenntir, sem ekki er nokkurn snefil vísinda-
legs fróðleiks á að græða. Það eru svo sem til ýms rit
þessu samboðin, sem eru orðin sjajdgæf, t. d. Blefken,