Blanda - 01.01.1944, Page 228
Tvö embættisbréf
frá síra Tómasi í Villingaholti
til Þórðar sýslumanns Sveinbjörnssonar.
Lengi hefir bóndann Þórð Eyjólfsson í Syðri-Gróf
langað til að fjölga mannkyninu, eignast afkvæmi og
uppfylla þarmeð ena fyrstu ákvörðun og boðorð ens
alvalda, en forgefins reynt það yfir 20 ár með eigin-
konu sinni Halldóru, nú yfir BO ára skeið kominni, —
þangað til nú þann 13. yfirstandandi mánaðar, að hon-
um bættist brestur þessi og eignaðist ungan son með
vinnukonu sinni, Helgu Pétursdóttur, hvað eg vil hér-
með ekki undanfella að tilkynna yður. Jafnframt má
eg þess geta, að tilfelli þetta er að nokkru leyti að akta
sem Rachelar breytni forðum, sem lengi var óbyrja
kölluð, og biður kona Þórðar, án þess að erfa í enu
minnsta við hann afbrot sitt, manni sínum allrar þeirr-
ar líknar og linkindar, sem lögin mest veitt geta brot-
legum manni, þar hún ann honum og ambátt sinni og
veitir til vorlcunnar það oi'ðið er, telur hana líka sér
holla og vinveitta alltjafnt verið hafa eins og dugnaðar-
og aðstoðarmann sinn í sínum lasleika tilfellum og má
ekki hennar við missa, nema því að eins, að einhver
kvenmaður aftur fengist, sem varla telst mögulegt, að
hennar jafngildi orðið gæti. Allt þetta felst yður á
hendi af viðkomendum til vægðarsömustu meðferðar
og vorkunnarfyllstu aðgjörða.
Villingaholti, þann 30. October 1824.
Th. Guðmundsson.
Hérmeð vil eg ekki undanfella að tilkynna yðar vel-
eðlaheitum til þóknanlegrar meðferðar, að Ólafur Jóns-
son vinnumaður á Mýrum hefir brugðið sér upp a
bóndadótturina ICristínu Þórðardóttur á sama bæ og
með henni barn eignazt fyrir skemmstu, sem að er
beggja fyrsta frillulifisbrot.
Villingaholti, þann 6. Januarii 1825.
Thómas Guðmundsson.