Blanda - 01.01.1944, Page 231
227
ið, og þarf jafnvel ekki langan tíma til. Höf-
undi Hungurvöku ætti að hafa verið það kunn-
ugt, að á íslandi hefur ekki eitt einasta herski'p
verið til. Islendingar hafa ekki átt annan skipa-
kost á 11. öld, er ísleifur var biskup, en nokk-
ura knörru, róðrabáta til flutninga hér við land
og fiskveiða og ferjur við nokkur vatnsföll.
Það nær ekki nokkurri átt, að menn hafi „lagzt
út í víking“ á kænum þessum „ok á herskip“,
eins og höfundur Hungurvöku segir. Víking og
hernaður á íslandi hefur aldrei meiri orðið en
það, að einhver einn ójafnaðarmaður gat um
sinn farið ránshendi um eignir granna sinna,
en þá komu höfðingjar til, gerðu hann sekan og
téðu hann síðan af dögum, alveg eins og í Eyr-
byggju segir um Óspak og þá höfðingjana
Snorra goða og Sturlu Þjóðreksson (Eyrbyggja
57.-63. kap.). Sams konar atburðir gátu auð-
vitað gerzt í biskupstíð ísleifs einhvern tíma.
En það væri jafn villandi að kalla það víkingu
og útilegu á herskipum og lýsa því svo, sem
það hefði verið stöðugt ástand, og það hefði
verið að lýsa atferli Óspaks í Bitru á dögum
Snorra goða í öndverða 11. öld svo, sem það
hefði verið algengt þá á íslandi, að menn færu
í víking og legðust út á herskip á landi hér.
Sögn Hungurvöku um þetta er sýnilega ýkju-
sögn, runnin af litlu efni.
En þá er hitt atriðið, sifjaspell lögsögu-
manns. Höfundur Hungurvöku nafngreinir því
miður ekki þann lögsögumann, sem á að hafa
framið þá óhæfu að eiga- mæðgur tvær. Líklega
á ekki að skilja þetta svo, að hann hafi verið
kvæntur tveimur mæðgum, móður og dóttur,
samtímis, og framið þar með tvikvæni, sem var