Blanda - 01.01.1944, Page 232
228
auðvitað lögbannað (Grág. I. a 226, II. 70), held-
ur svo, að hann hafi átt aðra þeirra fyrr og hina
síðar. Lögsögumaðurinn hefði þá framið óhæf-
una með síðara hjónabandinu, með því að ganga
að eiga annaðhvort tengdamóður sína eða stjúp-
dóttur. Fyrir kristni mun hjúskapur svo ná-
mægðra hafa hér á landi þótt óhæfa, enda munu
ekki nefnd til hans dæmi. Það er nú að vísu ekki
kunnugt, hvenær fyrirmæli Festaþáttar Grágás-
ar um hjúskap í kristnum sið hafa verið sett.
En ekki virðist of djarft að ætla, að klerkar
þeir, sem verið hafa á landi hér frá lögtöku
kristinnar trúar árið 1000 og fram yfir miðbik
11. aldar, hafi kennt mönnum aðalatriðin úr
lögum kirkjunnar um það, hversu náið mættl
hyggja sifjar og frændsemi. Sjálfur ísleifur
Gizurarson og nokkrir nafngreindir útlendir
kennimenn hafa starfað hér nokkuð af þessu
tímabili (Sbr. íslbók Ara 8. kap., Bisk. I. 64-
65), og það er jafnvel alllíklegt, að þessir kirkj-
unnar menn hafi reynt að fá lög um slíkt sett.
Það mætti undarlegt heita, ef svo hefði liðið
hálf öld eða meira, að beztu mönnum landsins
hefðu ekki verið orðin nokkurn veginn kunn
helztu ákvæði kirkjulaga um hjúskaparmein-
bugi, og hvað við lá, ef af var brugðið. Og sér-
staklega má ætla, að lögsögumennirnir hafi ekki
farið varhluta af fræðslu um þau efni. Það hef-
ur varla verið erfitt að innræta almenningi
hlýðni við bönn kirkjunnar við hjúskap þeirra
manna, sem mægðir voru eða skyldir í hina
nánustu liði, með því að slíkir náskyldir eða ná-
mægðir hafa ekki stofnað til hjúskapar í heiðn-
um sið, því að almenningsálitið hefur ekki tal-
ið það hæfa, hvort sem lög hafa varnað því eða