Blanda - 01.01.1944, Page 235
231
ir frændsemi eða mægða þeirra, sem ég veit
ekki, hvernig háttuð hefur verið, en hefur þó
hlotið að vera miklu firnari en mægðir lögsögu-
manns við dóttur eða móður konu sinnar. Hins
vegar er það vitað, að Sæmundur Jónsson í Odda
gat börn við Keldna-Valgerði, sem var þre-
menningur við hann (Sturl. I. 72, II. 32), en
biskup gat beðizt leyfis af lögréttu til að „sætt-
ast“ á slík brot (Grág. I. b. 59, II. 181). Bisk-
upar hafa þó varla beðizt leyfis til sátta, ef
frændsemi eða sifjar voru mjög nánar, svo sem
frændsemi eða mægðir í nánustu liði.
Hjúskaparstofnun var þegar í heiðnum sið
mjög formbundinn samningur, og var ekkert
slakað þar á eftir að kristin trú var lögtekin.
Undanfari hjúskapar voru festar. Ekkja mátti
fastna sig sjálf þeim manni, er hún hafði áður
verið gift, en annars fastnaði lögráðandi konu
hana jafnan, faðir, sonur, o. s. frv. (Grág. I. b.
29, II. 155). Við skyldu vera festingarvottar.
Lögsögumaður, sem fastna skyldi sér stjúpdótt-
ur sína eða tengdamóður, hefði því orðið að gera
samning um eiginorð við lögráðanda hennar. og
hlaut lögráðandi auðvitað að vita um sifjarnar.
Nánustu frændur eða venzlamenn konunnar
hefðu því orðið að samþykkja óhæfuna og sam-
sekjast í henni. Svo átti maður að gjalda mund
við konunni til lögráðanda hennar. Loks var
brúðkaup því aðeins gert að lögum, að 6 menn
hið fæsta væru viðstaddir og gengi bóndi opin-
berlega í sömu sæng konu (Grág. II. 66). Ann-
ars kostar urðu börn þeirra ekki arfgeng. Að
lögum hefði lögsögumaður átt að hafa þessa
háttu á, er hann gekk að eiga stjúpdóttur sína
eða tengdamóður. Auk þess má þess geta, að