Blanda - 01.01.1944, Page 237
233
hann heyrt. Og loks tímasetur hann auðvitað
ekki atburðina nákvæmar en það, að þeir hafi
gerzt í biskupstíð-ísleifs. Sögnin um sifjaspell-
in hefur á sér öll einkenni staðlausrar eða stað-
lítillar hviksögu. Hún er jafnvirði hviksögu,
sem geymast hefði átt og gengi nú um atburð
eða sams konar ástand, er átt hefði að gerast
eða haldast um aldamótin 1800, fyrir nál. 150
árum. Menn munu þó segja, að einhver fótur
muni vera fyrir sögninni. Annars hefði hún
ekki orðið til. Það vita menn þó og reka sig á
það daglega, að hinar og þessar sögur myndast
og komast á kreik, sem enga samstæðu eiga í
viðburðum. En auk þess getur oft lítið atvik
orðið til sköpunar sagnar, sem svo brjálast og
brengslast í meðförum manna á milli. Sumir
menn segja reyndar, að menn á 12. og 13. öld
hafi verið grandvarari um sannleikann og
geymt betur sagnir en nú. Ég veit ekki, við hvað
þeir styðja það almennt, en hitt er alkunnugt,
að menn bjuggu þá til sagnir frá rótum, sem al-
menningur trúði, að þeir skráðu ýmsar ýkju-,
helgi- og kynjasagnir, sem þá gengu og bæði
þeir sjálfir og aðrir trúðu eins og nýju neti. Og
það er líka alkunnugt, að menn ortu þá kynstr-
in öll af vísum, sem þeir eignuðu söguhetjum
sínum, til sönnunar frásögnum sínum. Nóg
dæmi má koma með öllu þessu til sönnunar, en
hér leyfir rúmið það ekki.
Efni til sifjaspellasögu Hungurvöku getur
annars verið ýmiss konar, ef menn vilja hugsa
sér einhvern fót fyrir henni. Einhver lögsögu-
mannanna í biskupstíð ísleifs gæti t. d. hafa
fengið orð af of nánum kynnum við stjúpdótt-
ur sína eða stjúpmóður, með réttu eða röngu.