Blanda - 01.01.1944, Page 240
236
mannskjör hans bendir sízt til þess, að hann
hafi haft nokkurn slíkan blett á sér.
Gunnar hinn spaki Þorgrímsson og Sighvat-
ur Surtsson hafa sloppið við ákæru um brot
það, er Hungurvaka segir, enda eru engar lík-
ur kunnar til þess, að þeir hafi framið nokkur
sifjaspell. Þá er Kolbeinn Flosason einn eftir.
Nokkur óvissa hefur verið um það, hver Kol-
beinn Flosason lögsögumaður hafi verið. í
Landnámu (Khöfn 1925 bls. 25) segir, að Guð-
rún Icona Sæmundar fróða hafi verið dóttir Kol-
beins Flosasonar Valla-Brandssonar, og er ætt
þessa Kolbeins nokkuð rakin (sbr. og bls. 11 og
18). Valla-Brandur er kenndur við Velli (Stóru-
Velli) í Landmannahreppi, og hefur Flosi, son-
ur hans, því verið Rangæingur. Þessi ætt-
færsla konu Sæmundar fróða verður ekki ve-
fengd, því að óhugsandi er, að höfundur Land-
námabókar, Styrmir fróði eða heimildarmenn
hans, hafi farið villir um ætt hennar, konu hins
kunnasta manns á fyrra hluta 12. aldar. Ef
þessa ættfærslu ætti að rengja, þá væri engri
ættrakningu Landnámu eða jafnvel annarra
íslenzkra fornrita treystandi. Til styrktar því,
að Guðrún, kona Sæmundar fróða, sé rétt ætt-
færð, má og benda á það, að Vellir sýnast vera
í eigu Oddaverja á 13. öld, og eru því líklegast
komnir í eigu þeirra vegna kvonfangs Sæmund-
ar og Guðrúnar. Laust fyrir 1220 sýnist Ormur
Jónsson, Loftssonar í Odda, vera eigandi Valla
(Sturl. II. 76). Með Hallveigu, dóttur Orms,
sýnist jörð þessi hafa komizt í .forræði Snorra
Sturlusonar, því að 1228 selur hann jörðina í
hendur Klængi Bjarnarsyni, syni Hallveigar
(Sturl. II. 207). Og árin 1263-1264 sýnist Þórð-