Blanda - 01.01.1944, Page 241
237
ur Andrésson, sonarsonur Sæmundar Jónsson-
ar í Odda, hafa búið á Völlum (Sturl. III. 302,
IV. 122).
Tímans vegna getur Kolbeinn Flosason,
tengdafaðir Sæmundar fróða, sjálfsagt verið
Kolbeinn Flosason lögsögumaður. En heimild-
arrit mæla því eindregið í gegn. í sögu Þorsteins
Síðu-Hallssonar 6. kap., þar sem ættir eru rakt-
ar frá Halli, segir, að Ólöf hafi heitið systir
hans, og hafi hún verið „móðir Kolbeins Flosa-
sonar, Þórðarsonar Freysgoða at Svínafelli“.
Er hér vitanlega átt við Brennu-Flosa, er eftir
þessu hefur átt son að nafni Kolbein, sjálfsagt
heitinn eftir Kolbeini, bróður Flosa. Kolbeinn
þessi Flosason er eflaust hinn sami Kolbeinn
Flosason, sem'í niðurlagi Njálu er kallaður hafa
verið ágætasti maður einhver í þeirri ætt, enda
þótt sá Kolbeinn sýnist eftir stöðu greinar þess-
arar í Njálu vera sonur Flosa Kárasonar og
Hildigunnar Starkaðardóttur. Eins og dr. Hann-
es Þorsteinsson hefur bent á (Blanda IV. 154),
hefur þetta stafað af ónákvæmni eða athuga-
leysi söguritarans. Kolbeinn Brennu-Flosason
getur verið fæddur um 1010 eða fyrr, og má því
vel. hafa tekið lögsögu 1066. En sonur Flosa
Kárasonar og Hildigunnar getur Kolbeinn lög-
sögumaður ekki verið. Flosi sá Kárason, þótt
til hafi verið, gæti ekki verið fæddur fyrr en
um 1020, og sonur hans þá varla fyrr en 1040—
1050, og hefði þá átt að vera milli tvítugs og
þrítugs, er hann ætti að hafa tekið lögsögu
(1066). Og mun fráleitt, að svo ungur maður
hefði verið kjörinn lögsögumaður. Kolbeinn
Flosason Vallveri er ekki nefndur lögsögumað-
ur, þar sem hans getur (Landn. bls. 18, Sturl.