Blanda - 01.01.1944, Page 242
238
I. 71), en ólíklegt er, að þeirrar virðingarstöðu
hefði verið ógetið, ef hann hefði haft hana. Kol-
beinn Brennu-Flosason hefur verið ættstærri
og af ríkari mönnum kominn en nafni hans
vallverski, og veitir það út áf fyrir sig líkur
um það, að hann hafi verið lögsögumaður
fremur en alnafni hans. Sighvatur Surtsson, er
lögsögu hafði árin 1076-1083, var, að sögn Ara
fróða, systursonur Kolbeins Flosasonar lögsögu-
manns (íslb. 9. kap.). Kona Surts Þorsteinsson-
ar, föður Sighvats lögsögumanns, ætti því að
hafa verið dóttir Brennu-Flosa, ef Kolbeinn lög-
sögumaður hefur verið sonur hans. Tengdir
milli Kirkbæinga og Svínfellinga eru mjög lík-
legar, og styður þetta það fremur en hitt, að
Kolbeinn lögsögumaður hafi verið Svínfelling-
ur fremur en Rangæingur. í lok Sörlaþáttar
Brodd-Helgasonar í Ljósvetningasögu (ísl.
fornrit X. 113) er ættfærsla nokkur, og segir
þar, að Kolbeinn Flosason hafi verið grafinn í
Fljótshverfi, en Guðríður, kona hans, hafi fært
hann til Rauðalækjar. Um Kolbein er hér talað
eins og alþekktan mann, og virðist vafalítið við
lögsögumanninn Kolbein Flosason átt, enda er
kona hans annars staðar nefnd sama nafni,
enda þótt hún sé ættfærð með nokkuð öðrum
hætti (sjá síðar). Sögn þessi um greftran Kol-
beins bendir tvímælalaust til þess, að hann hafi
verið Skaftfellingur, og er þá varla öðrum til
að dreiía en Kolbeini, syni Brennu-Flosa. Og
er þá víst ekki of mælt, að hann hafi verið ein-
hver ágætastur maður í þeirri ætt, eins og í
niðurlagi Njálu segir.
Áðurnefnd ættfærsla í Ljósvetningasögu seg-
ir Guðrúnu, dóttur Kolbeins þess Flosasonar,