Blanda - 01.01.1944, Page 245
241
lögsögumanns, og ef trúnaður er lagður á oft-
nefnda sifjaspjalla-sögn Hungurvöku og á sekt
hans, þá ætti hann að hafa gengið að eiga Höllu
tengdamóður sína fyrir eða eftir hjúskap sinn
með Guðriði, dóttur hennar, eða þá dóttur Guð-
i'íðar með öðrum manni, sem hún hefði þá átt
eða getið barn við, áður en hún gekk að eiga
Kolbein. En það er skjótt af að segja, að engin
heimild er um slíkt.
Um kvonfang Kolbeins lögsögumanns hefur
Barði Guðmundsson haft uppi tilgátu, sem í
aðra átt fer (Skírnir 1936 bls. 56-57). Ingvild-
ur hét dóttir Bjarna Brodd-Helgasonar, er Þor-
steinn Síðu-Hallsson átti (Landn. bls. 131).
Meðal barna þeirra Þorsteins og Ingvildar er
talin Gyðríður, móðir Jóreiðar, móður Ara
fróða (Landn. bls. 142). Barði lætur Kolbein
lögsögumann ganga að eiga Ingvildi Bjarna-
dóttur, ekkju Þorsteins, og að henni andaðri
Gyðríði (Guðríði), dóttur hennar. Dóttur þeirra
Kolbeins og Gyðríðar telur Barði svo Jóreiði,
móður Ara fróða. Með þessum hætti telur Barði
Kolbein hafa gerzt sekan um sifjaspell þau, sem
Hungurvaka getur, enda hafi Kolbeinn þá ver-
ið tengdafaðir Þorgils Gellissonar og afi Ara
fróða. Vegna brota Kolbeins lögsögumanns og
Gyðríðar, síðari konu hans, hafi ættfræðihöf-
undar þeirra tíma farið rangt með kvonfang
hans í blekkingaskyni, og hvorki hafi Ari né
þeir vegna brots hans nefnt það í heimildarrit-
um, að hann væri afi Ara fróða.
Venjulega er þess enginn kostur að skera úr
því, hvers vegna höfundar fornrita vorra hafi
látið ósagt um tiltekin atriði, með því að marg-
ur geta orsakir verið til þess: fróðleiksskortur,
Blanda VIII 16