Blanda - 01.01.1944, Page 246
242
gleymska, skeytingarleysi, háttur á vinnubrögð-
um, er höfundur hefur sett sér, eða háttleysi
o. fl. Um Ara sjálfan má segja, að hann sýnist
ekki hafa sett sér ákveðin mörk um það, hvað
segja skyldi og hvað ekki skyldi segjá í íslend-
ingabók sinni. Hann nefnir í sjálfri bókinni sex
konur. Af þeim var sjálfsagt brýn ástæða til
þess að nefna tvær, Auði djúpúðgu (kap. 2) og
Þórríði Snorradóttur (kap. 1), heimildai’mann
Ara. Svo má segja, að mæðgurnar Þórunn
Gunnarsdóttir Hlífarsonar og Helga Ólafsdótt-
ir feilans megi nefna til skýringar þátttöku
Þórðar gellis í Örnólfsdals-brennumáli (kap. 5).
Hins vegar sýnist ekki hafa verið mikil ástæða
til þess að greina Ósk Þorsteinsdóttur, móður
Þorsteins surts (kap. 4), eða Jófríði Gunnars-
dóttur, konu Þorsteins á Borg Egilssonar. Meiri
ástæða sýnist hafa verið til þess að greina t. d.
Döllu, konu Isleifs biskups, en móður Gizurar
biskups og Teits i Haukadal. Svo hefði varla
verið minni ástæða til að nefna Jórunni Einars-
dóttur, konu Teits og fóstru Ara, eða konu Halls
Þórarinssonar í Haukadal, ef hann hefur verið
kvongaður,. konu Ara sjálfs og Gró, dóttur Giz-
urar biskups, konu Ketils biskups Þorsteinsson-
ar. Ari fylgir sem sé engri reglu um það, hvaða
konur nefna skuli og hverjar ekki, hverjar ætt-
færslur skuli hafa og hverjar ekki. Verða því
tilgátur um það, hvers vegna Ari nefni þetta,
en hitt ekki, mjög svo valtar.
Landnámabækur rekja ætt frá Síðu-Halli til
Ara fróða (Síðu-Hallur — Þorsteinn — Gyð-
ríður — Jóreiður — Ari) (Landn. bls. 142),
eins og fyrr segir. Jóreiður hefur því verið kona
Þorgils Gellissonar föður Ara. Þetta segir Land-