Blanda - 01.01.1944, Page 247
243
náma ekki, né heldur, hver hafi verið maður
Gyðríðar, ömmu Ara. En þögn hennar um það
sýnist ekkert tortryggilegri en þögn hennar um
svo margt annað í ættfærslum, meðal annars
frá Síðu-Halli. T. d. segir í Landn. bls. 141, að
sonur Síðu-Halls hafi verið „Þorsteinn, faðir
Magnúss, föður Einars, föður Magnúss bisk-
ups“. Og einnig, að Þorvarður Hallsson hafi
verið „faðir Þórdísar, móður Jórunnar, móður
Halls prests, föður Gizurar, föður Magnúss bisk-
ups“. Höfundur setur sér það markmið að rekja
ætt frá tilteknum manni til annars tiltekins
þekkts manns, án þess að geta kvonfanga eða
giftinga. Kvonfangs Halls prests í Haukadal
Teitssonar getur ekki í landnámabókum fremur
en búanda Gyðríðar, ömmu Ara fróða. Og hefur
landnámaritari þó ekki sleppt greinargerð um
konu Halls prests af því, að hann vissi nokkra
meinbugi á hjónabandi Halls, enda er kunnugt
af allt annarri heimild, hver var kona hans
(Sturl. II. 22). Slík dæmi mætti rekja svo að
segja endalaust.
Þá er næst, að athuga þá tilgátu, að Kol-
beinn lögsögumaður Flosason hafi átt Ingvildi
Bjarnadóttur, ekkju Þorsteins Síðu-Hallssonar.
Þorsteinn ætti að vera fæddur um 994, ef marka
niá þá sögn^ í sögu hans 2. kap., að hann hafi
verið tvítugur í Brjánsbardaga 1014. Ingvild-
ur, kona hans, er sennilega fædd um líkt leyti.
Þau mættu hafa gengið að eigast um 1020 eða
ef til vill heldur fyrr. Þorsteins getur erlendis
í sambandi við andlát Magnúss konungs góða
(1047, Flateyjarbók 2. útg. IV. bls. 105). Ef
frásögn þá má marka, þá hefur Þorsteinn ekki
verið veginn fyrr en nálægt 1050 eða ef til vill