Blanda - 01.01.1944, Page 250
246
ir þá ætlun, að Kolbeinn hafi verið Skaftfell-
ingur og að ætt hans og óðal hafi verið í Öræf-
um. En Barði Guðmundsson leiðir enn aðra
ályktun af þessari sögn Ljósvetningasögu, þá,
að Kolbeinn hafi dáið í banni vegna sifjaspella-
brota sinna og að hann hafi því verið grafinn,
væntanlega utan kirkjugarðs, í Fljótshverfi. En
svo hafi Gyðríður, seinni kona hans, fengið
hann leystan úr banni og látið flytja lík hans
til greftrunar í vígðum reit á einu ættaróðali
hans, Rauðalæk, eins og Randalín Filippusdóttir
gerði um líkama Odds Þórarinssonar, bónda
síns, um 200 árum síðar. Ef þessi ætlun Barða
væri rétt, þá hefði ísleifur biskup átt að bann-
færa Kolbein einhvern tíma eftir 1056, er bisk-
up tók hér til starfa. Ef Kolbeinn hefur verið
maður Gyðríðar og faðir Jóreiðar, móður Ara
fróða, þá hefur hann ekki gengið að eiga Gyð-
ríði síðar en um 1050. Hann hefði þá lifað í al-
geru meinbugahjónabandi, er biskup settist hér
að. Hann hefði þá ekki skipazt við áskorun bisk-
ups um skilnað við konu sína né áminningar.
Og lyktir hefðu átt að verða þær, að biskup
bannfærði hann. Tíu árum eftir upphaf bisk-
upsdóms ísleifs er Kolbeinn kjörinn lögsögu-
maður (1066) og heldur lögsögu til 1071, þá
orðinn aldraður maður. Annaðhvort hefði hann
þá verið í banni, er hann varð lögsögumaður,
eða að minnsta kosti staðið í fullkominni ónáð
kirkjunnar eða hann hefði verið bannfærður
á lögsöguárum sínum. Samt sem áður á lögrétta
að hafa kjörið hann lögsögumann, og það meira
að segja tvisvar, enda þótt hann hefði framið
stórglæp vísvitandi og stórhneyksli í augum
allra kirkjunnar manna að minnsta kosti, og