Blanda - 01.01.1944, Page 253
249
þeim. Það þarf því varla að hafa verið af hlífð
við ættingja Kolbeins lögsögumanns eða af löng-
un til þess að fyrna yfir minningu hans, að
hann er ekki nefndur í landnámabókum. Ann-
ars er oft ákaflega hæpið að leiða ályktanir af
því, að einhvers, manns eða atburðar, er ekki
getið í fornum heimildum. Konu Ara fróða er
hvergi getið, svo að ég viti til. Hæpið er að
álykta þar af, að hann hafi aldrei kvongazt og
að Þorgils, sonur hans, faðir Ara sterka, hafi
því verið laungetinn. Og enn hæpnara væri að
álykta, að kvonfangs Ara væri ekki getið, af
því að meinbugir hefðu verið á hjónabandi Ara.
Á þeim stað Landnámu (bls. 142), þar sem rak-
in er ætt til Ara frá Síðu-Halli, er venjulegum
hætti Landnámu í ættrakningum haldið: Ætt-
in er rakin frá manni til manns (Þorsteinn
Hallsson — Gyðríður — Jóreiður — Ari) til
Ara, án þess að getið sé þar konu Þorsteins eða
manna Gyðríðar eða Jóreiðar. Alveg með sama
hætti er t. d. rakin ætt frá Guðmundi ríka til
Sæmundar fróða (bls. 108), og svo mætti lengi
rekja. Sjálfur rekur Ari aðeins karllegg til sín
í niðurlagi íslendingabókar, en getur ekki móð-
ur sinnar né ömmu o. s. frv. Það virðist og
mjög af handahófi, hvað er sagt um menn og
ætt frá þeim eða til þeirra í Landnámu (og
reyndar ættartölum í fornritum vorum al-
mennt), og hvað ekki er sagt. Annars sýnist,
að vel hefði mátt geta þess, ef Kolbeinn Flosa-
son var maður Gyðríðar Þorsteinsdóttur, Síðu-
Hallssonar, jafnvel þótt hann hefði þar með
framið sifjaspell, með því að hann hefði áður
átt móður hennar Ingvildi, því að ekki var síð-
ari tíma mönnum þar með neitt sagt um það.