Blanda - 01.01.1944, Page 255
251
skýrslum eru missagnir vitanlega ekki heldur
ótíðar. Kolla Hróaldssyni og Dala-Kolli sýnist
t. d. vera blandað saman í Landnámu (bls. 77).
Landnáma (bls. 66) segir konu Höskulds Dala-
Kollssonar hafa verið Hallfríði,dóttur Þorbjarn-
ar að Vatni, og telur börn þeirra Bárð, Þorleik,
Þuríði, Þorgerði og Hallgerði snúinbrók. í Þórð-
arbók (bls. 74) er kona Höskulds talin Jórunn
Bjamardóttir, systir Þorbjarnar að Vatni. Lax-
dæla lætur Höskuld, sem kunnugt er, einungis
hafa átt Jórunni þessa og geta við henni öll hin
sömu börn, sem Landnáma lætur hann eiga með
Hallfríði, að Þorgerði undantekinni. Þótt ef til
vill mætti samrýma þessar tvær sagnir um
kvonfang Höskulds með því, að hann hefði ver-
ið tvíkvæntur, þá mun erfitt verða að samrýma
sögn Landnámu og Laxdælu um barneignir hans,
því að sömu fjögur börnirt hefur hann varla átt
með báðum þessum konum. Þessi dæmi, sem
mörgum fleirum mætti auka, sýna það, að mis-
minni og missagnir geta orðið um ættir manna
og kvonföng og að slíkt stafar ekki af meinbug-
um milli hjóna eða vilja til að blekkja eða dylja
syndir manna. Auk þess kunna ýmsar villur og
missagnir að vera afriturum gamalla handrita
að kenna vegna mislestra, auka eða úrfellinga
o. s. frv., svo að það, sem rétt kann að hafa ver-
ið í upphafi, er nú brjálað og brenglað að ein-
hverju leyti. Það virðist því vera veik sönnun
um sifjaspell Kolbeins lögsögumanns Flosason-
ar, þótt áfátt sé skýrslum heimildarrita um
kvonfang hans.
Jafnvel þótt taka ætti trúanlega sögn Hung-
urvöku um sifjaspell einhvers þeirra manna,
sem fóru með lögsögu í biskupsdómi ísleifs Giz-