Blanda - 01.01.1944, Page 260
256
list, sem ég lagði fyrir mig að læra, en hlaut að
vera sjálfur minn lærimeistari, þar enginn gat
sagt mér til. Allt það, sem mér var kennt í þeirri
konst, var að lesa spursmálatölurnar í Pontoppi-
dan. Hitt hefi ég allt af bókum lært án allrar
tilsagnar, og marga skemmtun hefi ég haft af
þeim vísindum. Já, enn í dag.
Þegar ég var á 23. aldurs ári, sigldi ég frá
Stykkishólmi 1784 með skipara Laurus Laurus-
syni, holsteinskum, sem strandaði árið eftir við
Suðurland. Fengum allgóða reisu, nokkuð lang-
sama, 7 vikur í sjó, hvar af við lágum 8 daga
í Norveg við Jómfrúrland. Það er eyland, grasi
og skógi vaxið, fallegt pláts.
Til Kaupmannahafnar komst ég þann veg
lukkulega. Var ég þann fyrsta vetur inn í staðn-
um á Kristiánshöfn til húsa og hélt mér sjálfur
kost. Þann vetur var ég oftast á hvörjum degi
utan Norðurport á Stóru-Ravnsborg hjá land-
fógeta Skúla Magnússyni og þáði kost hjá hon-
um um daga. Lét hann mig ganga í gegnum
reikninga sína til að vita, hvört feila kynni. Gaf
hann mér þann vitnisburð, að fáir landar mín-
ir mundu gjöra betur en vera mínir jafningar.
Jafnframt þessu lét hann mig skrifa þess í mill-
um, því ég kunni lítið í þeirri konst, og það
litla, sem ég kann í því, lærði ég þar.
Að komandi vori reisti landfógetinn til Is-
lands sína síðustu milliferð, en kom mér fyrir
hjá húsverti sínum Bernsen, sem var einn Gart-
ner,1) að læra þá konst, því ég þóttist vera of
gamall til að ganga í handverksskóla og þjóna
lengi fyrir dreng.
1) Þ. e. g'arðyrkjumaðuv.