Blanda - 01.01.1944, Page 261
257
Á Ravnsborg var ég vel látinn og átti þar
gott. Var ég settur sem verkstjóri yfir erfiðis-
fólkið, en hafði sjálfur hæga vinnu. Þetta leið
svo til þesk snemma um vorið 1787, að ég veikt-
ist og fekk köldusýki svo mikla annan hvörn
dag í fyrstu, að hvað vel sem ég um mig bjó og
ég að mér hlúði, fekk ég skjálfta svo mikinn,
að oft lá við ég kastaðist úr sænginni, en eftir
á svo mikinn hita, að ég vatt þrisvar skyrtu
mína, svo sem úr vatni dregna.
Þá þessi plága tók nokkuð að réna, fekk ég
orðsending frá Birni Skúlasyni teiknimeistara
að ég væri falaður sem assistent með kaupmanni
frá Altóna, sem byrja skyldi nýja höndlun á ísa-
firði 1787. Með því ég.var svo sem sagt er á vegi
staddur, sá ég fyrir fram, bæri ég reisuna af,
mundi mér batna, þá til íslands kæmi, en tók því
tilboðið og fór með skipinu til ísafjarðar. En
á reisunni safnaði ég þolanlega heilsu, en fekk
skyrbjúg svo mikinn af hræringarleysi, að ég
gat naumlega borið sjálfan mig. Alls að 13 vik-
um liðnum varð ég alheill og hef síðan öngva
köldu fengið. Lof sé góðum Guði.
Við þessa assistents þjónustu var ég 3 ár,
þangað til ég giftist 1790 den 6. Apríl og hafði
stofubrullup.1) Var ég síðan á þriðja ár fyrir
vestan á Skutulsfjarðareyri, hvar ég byrjaði að
skrifa ættartölusafn mitt eftir þeim áhöldum,
sem þar fengust skrifleg og munnleg. Með konu
1) Kona Snóksdalíns var Steinvör Þorbergsdóttir,
systir séra Hjalta á Eyri við Skutulsfjörð. Hún var
áður gift Magnúsi Einarssyni undirkaupmanni á Eyrar-
bakka, er dó í bólunni 1786. Þau áttu eina dóttur, er hét
Ingibjörg.
Blanda VIII
17