Blanda - 01.01.1944, Side 262
258
minni átti ég 3 syni, 91, 92, 93. Eiga þeir allir
afmæli sitt seint í september í sömu viku.1)
1793 fluttist ég að vestan að Snóksdal, hvar ég
var 5 ár, fór þaðan að Dröngum á Skógarströnd,
þar var ég 7 ár, þaðan aftur að Narfeyri og var
þar um tvö ár. Það er sú hægasta landjörð, sem
ég á (hefi) verið; þó taka Drangar yfir að sjá
landgæði fyrir fé, sé það ei of margt.
Frá Narfeyri fór ég á slóðir J. Kolbeinsen
1804 og var á útbúum hans á sumrum sem
umsjónarmaður, í Dritvík á vorum og Bjarn-
eyjum eitt vor, en oftast heima hjá hönum á
vetrum. Fi'á Kolbeinsen fór ég 1811 að Straum-
firði, hvar byrjuð var svo kölluð höndlun, sem
engan arð gat gefið vegna örðugra aðdrátta,
langan sjóveg á litlu skipi sexrónu. Tapaði ég
þar við töluverðu af litlum efnum við umbreyt-
ing á peningaverzluninni. Bróðir minn, Páll, dó
hjá mér 1817. Þær reytur, er ég góðmótlega náði
eftir hann fráfallinn, víxlaði ég í peninga og
keypti þar með Borg með eignum 40 hundruð
og gaf hana síðan sonum mínum, sín 10 hundr-
uð hvörjum þeirra. En þau fjórðu 10 hundruð
gaf ég syni mínum, Guðmundi, með mér.
Frá Straumfirði fluttist ég að Miðhúsum
1820, hvar ég var 3 ár. Hætti svo að búa 63 ára,
lasinn og bilaður, og kona mín öngvu færari en
ég, fórum svo að Borg til sonar míns, Guðmund-
ar, 1823. Kona mín deyði þar 1834, den 17. Júní.
1) Þetta ber ekki saman við kirkjubækur Eyrar. Þar
er Magnús Ólafur fæddur 21. nóvember 1790, Guðmund-
ur 27. nóvember 1791, en Þorbergur er fæddur 1792. í
ættartölubókunum eru þeir einnig allir sagðir fæddir í
nóvember í sömu viku.