Blanda - 01.01.1944, Page 292
288
lónað frá landinu undan Haganesvíkinni og Al-
menningunum og þar vestur, og voru sums stað-
ar allstórar vakir í þiljuna. Þá voru hákarla-
skipin að sigla út á ný og héldu nú vestur, ætl-
uðu augsýnilega vestur í Húnaflóa. Man eg, að
faðir minn, sem var sjálfur gamall hákarlafor-
maður, þekkti skipin velflest, en sérstaklega
man eg, að hann sýndi okkur Fljóta-Víking,
sem hann hafði lengi stjórnað og átti þriðjung
í á móti þeim Sveini yngra og Sæmundi Jóns-
syni, bændum í Haganesi, — Vonina, sem Guð-
mundur Jónsson átti þriðjung í og var formað-
ur á, en hann var þá heimilismaður á Heiði;
einnig var á Voninni sem háseti Guðmundur
Jóhannsson, vinnumaður föður míns. Einnig
gat hann sér til um Æskuna, spánnýtt skip frá
Siglufirði, smíðað þá um veturinn af Bjarna
Einarssyni. Þókti hún hið snotrasta skip. Skip-
stjóri á Æskunni var Þorlákur Þorláksson fi'á
Lambanesreykjum. Var hann rúmt tvítugur að
aldri og hafði þennan vetur numið siglingafræði
hjá föður mínum ásamt Gísla Magnússyni frá
Hugljótsstöðum, sem þetta vor var skipstjóri á
Brúna, en drukknaði af honum síðar um sum-
arið á siglingu út Isafjarðardjúp. Hægur aust-
an andvari var á undir kvöldið á miðvikudag-
inn og sáum við á eftir skipunum út og vestur
fyrir Skagann í rökkrinu.
Á fimmtudagsmorguninn 21. apríl var enn
logn og blíðuveður, en blikubakki mikill til hafs-
ins, sem nálægðist eftir því sem leið á morgun-
inn og þókti engu góðu spá. Sumarmálamatur-
inn var skammtaður á Heiði um skatttíma, svo
sem venja var til í þá daga: hangikjöt, pott-
brauð, riklingur, hákarl og annað góðmeti, svo