Blanda - 01.01.1944, Side 293
289
ríflega, að nægt hefði mörgum mönnum það,
sem hverjum var skammtað. Hvert mannsbarn
skyldi njóta síns skerfs og var venjan í þá daga,
að fólkið geymdi sér af sumarmálamatnum, oft
svo að vikum skipti, og gripi í hann, er það
hafði lyst á, eða þá gæddi á honum kunnfólki
sínu af næstu bæjum, sem bar að garði.
Eftir að borðað hafði verið, fórum við krakk-
arnir út í góða veðrið og lékum okkur sunnan
undir bænum um stund, þar til kallað var á
okkur að koma inn og hlýða á húslesturinn.
Mun þá klukkan hafa verið á 11. tímanum. Var
þá enn sólskin, en kólgan komin alveg upp í
iand, svo að vart sá til sjávar. Var nú lesturinn
byrjaður, en hann var rúmlega hálfnaður, þeg-
ar svo syrti yfir, að mikinn mun sá á birtunni
í baðstofunni, og í sama bili var sem húsin væru
lamin utan með stórviðum. Þau skulfu og gnötr-
uðu undan ofviðrinu, og var þó Heiðarbærinn
gamall og jarðgróinn torfbær og hinn ramm-
byggilegasti. Þegar lestrinum var lokið, gengu
menn til dyra og gættu til veðurs. Var þá kom-
in kafaldsstórhríð með veðurofsa svo miklum,
að varla var stætt, og með hörkufrosti. Sauðfé
og hestar voru úti, og fóru karlmenn allir þeg-
ar að bjarga þeim. Eg man nú ekki lengur,
hvernig það gekk, en þó minnir mig, að ekkert
af skepnunum færist, enda var sauðféð allt við
sjóinn, og þar voru hús yfir það. Hitt man eg
glögglega, að piltar komu heim aftur hraktir
og fannbarðir um kvöldið. Þeir létu hið versta
af veðrinu og töldu sig varla hafa komið út í
verri byl, mest þó sakir frosthörkunnar. Hitt
man eg líka, að þeir, og þó sérstaklega faðir
minn, voru mjög uggandi um hákarlaskipin,
Blanda VIII 19