Blanda - 01.01.1944, Page 294
290
mest þó vegna hafíssins og frosthörkunnar.
Man eg, að faðir minn sagði svo, er hann var
að hátta um kvöldið: „Við eigum gott, sem nú
megum hátta í góð rúm í hlýrri baðstofu, en eg
er hræddur um, að sjómennirnir á skipunum
eigi ónæðissamari og kaldari nótt en við. Guð
varðveiti þá“.
Daginn eftir var veðrið ögn hægara, en þó
stórhríð, sem hélzt næstu daga, og setti niður
mikinn snjó. Var þá víða lítið um hey og þau
léleg eftir óþurrkasumarið mikla 1886. Varð
fénaðarfellir víða um Norðurland þetta vor,
bæði í þessari hríð og þó enn meir síðar, í kross-
messuhretinu sama vor.
Á þessum tímum var hvorki sími né útvarp
til að bera mönnum fréttir eins og nú. Menn
vissu því ekkert fyrst um sinn um afdrif há-
karlaskipanna og voru mjög uggandi um þau.
Þegar frá leið nokkuð, fóru þó að berast fréttir
af sumum þeirra. Latibrúnn og Njáll höfðu náð
Haganesvík. Skipstjóri á Njáli var Albert Finn-
bogason, og með honum var Sæmundur Sæ-
mundsson frá Látrum. Má um hrakning þeirra
lesa skemmtilega og glögga frásögn í Virkum
dögum I, bls. 171. Siglnesingur, sem Barði
Barðason var þá skipstjóri á og þá skipstjóri
fyrsta sinni, náði Eyjafirði. Fljóta-Víkingur
komst á Skagafjörð, og þangað komust einnig
Stormur og Mínerva. Af þessum skipum öllum
bárust fréttir bráðlega eftir að hríðinni létti,
en hin voru miklu fleiri, sem ekkert fréttist af
að sinni, og óttuðust menn mjög um afdrif
þeirra. Bættust þær áhyggjur á erfiðleika þess
fólks, sem áttu þar ástvini sína, en þeir voru
ærnir áður, þar sem var fjárfellir, bjargræðis-