Blanda - 01.01.1944, Page 295
291
sfcortur og siglingateppa, sem orsakaði harð-
rétti, svo að nærri lá, að mannfellir yrði í sum-
um sveitum norðanlands.
Það var fyrst um hálfan mánuð af sumri, að
fréttir fóru að berast af þeim sfcipum, sem enn
vantaði frá Siglufirði og Eyjafirði. Æskan
hafði náð undir Skagaströnd og hangið þar í
stjórafærinu og landfestunum, gefnum út nær
því á enda, og hafði þó rekið nærfellt upp í brot.
Mun það hafa bjargað henni, að legufæri voru
öll ný og traust. Akureyrin lagði vestur fyrir
Horn, lenti í hafís og brotnaði nokkuð, en komst
loks á Dýrafjörð illa til reika. Elliði þvældist
gegnum grynningar og boða og komst loks í var
við Vatnsnesið og lagðist þar. Baldur lenti inn
á Ingólfsfjörð og slapp heill.
Af hinum hákarlaskipunum er það að segja,
að Saylor frá Eyjafirði, sem þeir voru skip-
stjórar á Guðni Jóhannsson og Guðmundur
Bjarnason í Bakka í Siglufirði, strandaði
skammt fyrir innan Blönduós, á Þingeyrasand-
inum, og liðaðist hann þar strax í sundur, því
að hann var gamalt skip og lélegt, en menn allir
björguðust ómeiddir. Skjöldur, skipstjóri Valde-
mar Guðmundsson, strandaði skammt austan
við Hópsós og Vonin nokkuð fyrir austan Sig-
ríðarstaðaós, og verður nánar sagt frá strandi
hennar síðar í þætti þessum. En Pólstjaman,
sem hinn kunni aflamaður, Jón Gunnlaugsson
frá Sökku í Svarfaðardal, var skipstjóri á, — en
hann var almennt kallaður Bólu-Jón, — lenti í
grunnbroti undan Heggsstaðanesi, og tók Jón
þar út frá stýrinu, og drukknaði hann, en Júlí-
us Jónsson stýrimaður barg skipinu inn á Mið-
f jörð, sigldi því þar í strand brotnu, fyrir botni