Blanda - 01.01.1944, Side 297
293
Guðmundur skipstjóri, sonur Jóns bónda á
Gautastöðum í Stíflu, Jón, bróðir hans, síðar
lengi bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, Meyvant
Gottskálksson bóndi á Staðarhóli, og var hann
stýrimaður, Benedikt Jónsson (oft nefndur
„Bensi harði“), bóndi í Efri-Skútu, Guðmund-
ur Jóhannsson, Heiði, Björn Sölvason, Haga-
nesi, síðar bóndi á Hamri, ísak Jóhannsson,
Brúnastöðum, Ólafur Jónsson, Gautastöðum,
bróðir Guðmundar skipstjóra, Jón Þorsteins-
son, Siglufirði, Jón Þorfinnsson, bróðir Gunn-
laugs skipstjóra í Siglufirði, Jóhann Oddsson
frá Siglunesi og Ólafur Árnason frá Eyjafirði.
— Af mönnum þessum eru enn á lífi, þegar
þetta er ritað (1935), þeir: Björn, ísak, Jóhann,
allir á Siglufirði, og Ólafur Árnason á Akur-
eyri.1)
Skipshöfn Vonarinnar voru samvaldir menn
að röskleika. Vonin sigldi út af Siglufirði, sem
fyrr segir, miðvikudagsmorguninn 20. apríl í #
blíðu veðri ásamt hinum skipunum. Kræktu
þau eftir vökum, sem voru í ísbreiðuna, vestur
yfir Skagafjörðinn í austanandvara um dag-
inn. Komst Vonin og nokkur fleiri skipanna
seint um daginn vestur fyrir Skagann og lögð-
ust um kvöldið austanvert við Húnaflóaálinn.
Var þá enn gott veður, en útlit tekið að verða
mjög ískyggilegt. Hákarls varð strax vart, og
fengu þeir um 8 tunnur lifrar á skammri
stundu.
Laust eftir miðnætti tók að hvessa af norðri
1) Jóhana Oddsson er einn á lífi af Siglfirðingunum
1945, en sá, sem þetta ritar, veit ekki, hvort Olafur er
enn á lífi.