Blanda - 01.01.1944, Page 298
294
með hríð og frosti, sem herti öi't eftir því, sem
á leið. Sjólítið var sökum nálægðar hafíssins,
en ekki urðu þeir íssins varir til muna um nótt-
ina. Þeir þorðu ekki að létta og sigla í nátt-
myrkrinu austur fyrir Skagann af ótta við ís-
inn, því að þeir höfðu siglt í gegnum hann dag-
inn áður á þeirri leið og vissu af honum þar. *
Vonin hafði lagzt á um 150 faðma dýpi og gef-
ið út nærri 200 faðma af stjórafærinu. Þegar
leið á nóttina herti veðrið og bægðist meira til
norðausturs. Um kl. 3 hrökk drekinn úr botni.
Lá nú skipið á reki, en rak hægt, þar sem svo
mikið var úti af stjórafærinu. Um kl. 6 á sum-
ardagsmorguninn fyrsta var byrjað að „spila
upp“ eða leyst, sem sjómenn kalla það, þ. e.
stjórafærið dregið inn. Gekk það ekki fljótt. Að
því búnu var tekið til segla, en þá var allt skip-
ið orðið svo sýlað af frosthörkurmi, að segl urðu
ekki tilhöfð. Þó tókst að draga upp stórsegl og
skonnortusegl við ítrekaðar tilraunir skipverja,
en ekki tókst að koma upp klýfinum. Var allt
svo frosið í blökkum, að hvergi gekk. Reyndu.
skipverjar hver eftir annan að skríða fram
klýfisbómuna og berja klakann úr blökkunum,
en tókst það ekki. Loks lét skipstjóri binda um
sig kaðli og tókst að komast fram á bómuna, en
ekki náði hann að koma þessu í lag.
Þess var nú freistað fyrst, að sigla austur og
upp og reyna að ná fyrir Skagann, því að þar
var betri hafna að vænta, enda menn kunnugri.
Það sýndi sig þó brátt, að slíkt mundi ekki tak-
ast, enda var óvíst, hve langt inn skipið hefði
rekið um nóttina, meðan það dró stjórafærið.
Það var og stórhættulegt, að verða of nærri
Skaganum, því að þar eru ægilegar grynningar