Blanda - 01.01.1944, Page 300
296
«
Þegar Vonin varð landsins vör, sveigði hún
strax frá því og reyndi að fjarlægjast það, en
gekk það illa sökum þess, að ekki vaf hægt að
haga seglum til, svo sem skyldi. Henni var þó
siglt um stund vestur með landinu. Bráðlega
sáu þeir annað skip strandað. Var það Skjöldur.
Skipstjóri á honum var Valdemar Guðmunds-
son, sem enn er á lífi í Hrísey 1935. Allir menn
voru farnir frá báðum þessum skipum, þegar
Vonin varð þeirra vör, því að þau höfðu strand-
að um morguninn, en um þetta vissu Vonar-
menn ekki þá. Brátt urðu þeir Vonarmenw var-
ir grynninganna við sandinn. Vörpuðu þeir þá
landfestum og einnig stjórafærinu og hugðust
að láta þarna fyrir berast, ef ske kynni, að
þeir fengi borgið skipinu, þegar til rofaði, svo
að þeir gætu glöggvað sig á, hvar þeir væru
staddir, en um það höfðu þeir fremur óglögga
hugmynd. Allir skipverjar voru þarna ókunn-
ugir, en þó grunaði þá, að þeir myndu vera ná-
lægt Vatnsnesinu. Það var útfall sjávar, er
þeir vörpuðu þarna legufærum, og höfðu þeir
ekki legið þarna lengi, þegar skipið tók að
höggva niðri, og ágerðist það því meira sem
meira féll út.
Það var nú fyrirsjáanlegt, að skipið mundi
brotna þarna, ef ekkert væri að gert, og senni-
legt, að allir menn færust, því að alllangt var
til lands. Skipaði því skipstjóri að sleppa land-
festum og höggva á stjórafærið, og var það þeg-
ar gert. Losnaði nú skipið af flúðatöng, er það
hafði steytt á, og bar brimið það yfir grynn-
ingarnar og að landinu, en vel kom það sér, að
Vonin var traustbyggð, því að fá skip önnur
mundu hafa þolað þau högg, er hún fekk, án