Blanda - 01.01.1944, Page 301
297
þess að brotna eða liðast í sundur. Tók nú skip-
ið niðri við sandinn, og varð það þeim að happi.
að það lagðist á þá hliðina, sem til lands vissi.
Útgrynni var þarna, allmikið brim við strönd-
ina, hríðin svo dimm, að ekki sá fetið frá sér,
og frostharkan svo mikil, að allt fraus um leið.
Ofan á þetta bættist svo, að skipverjar vissu
ekkert, í hvaða stefnu bæja væri að leita, ef
þeir kæmust í land. Æðraðist nú einn skipverja,
sem þó var talinn kjarkmaður, og kvað hann
aumt til þess að hugsa, ef þeir 12 röskir menn
ættu hér beinin að bera. Svaraði því annar og
fremur kuldalega, að sama væri, hvar skrokk-
urinn yrði til, en hinn kvaðst þá heldur kjósa
að fylgja skipinu. Guðmundur skipstjóri heyrði
á tal þetta og kvað engan skyldu öðru fyrr týna
en lífinu, sem nú dirfðist að skríða undir þilj-
ur; væri nú hverjum sæmst að duga, svo sem
hann hefði þreklund til, og mundi þá öllu vel
farnast. Tóku aðrir skipverjar vel undir þetta.
Skipstjóri skipaði nú að leysa skipsbátinn,
og var það þegar gert og hann settur á flot.
Brimsogið var svo mikið við skipssíðuna, að
bátinn fyllti þegar. Var eigi vogandi, að fleiri
menn færu í hann en þrír. Var báturinn síðan
gefinn út á streng (vaðarhaldi). Gekk það
slysalaust fyrir mennina að fleytast á honum
fullum af sjó til lands, nema hvað þeir volkuð-
ust allmikið. Landtaka var þarna góð, — ægi-
sandur, — en brim var allmikið. Er nú ekki að
orðlengja það, að skipverjar fluttust þannig
allir í land á bátnum fullum af sjó, og var Björn
Sölvason og skipstjóri í síðasta bátnum, og gáfu
sjálfir út strenginn. Tók landflutningurinn
nokkurn tíma, því að þeir urðu að láta bátinn