Blanda - 01.01.1944, Page 302
298
reka til lands hverja ferð, því að árum varð
eigi við komið, en þó höfðu þeir árar með og
bundnar við bátinn og til taks, ef strengurinn
bilaði. Björn var í nýjum leðurstígvélum, og
voru þau full af sjó. Áður en hann fór frá borði,
tók hann hákarlaskálm og skar fram úr báðum
stígvélunum og hleypti úr þeim sjónum, svo að
þau þyngdu sig ekki eins mikið, en Jón frá
Gautastöðum kastaði af sér sjóvettlingunum,
er þeir voru að losa skipsbátinn, tók alda þá,
svo að Jón var eftir það berhendur, og lá nærri,
að það yrði honum að slysi síðar.
Skipbrotsmennirnir tólf stóðu nú þarna á
auðri sandströndinni í svartabyl með veðurofsa
og hörkufrosti, allir holdvotir frá hvirfli til ilja,
og vissu ekkert, hvar bæja væri að leita. Varð
það nú að ráði, að Guðmundur skipstjóri fór
við fjórða mann austur eftir sandinum að leita
að Skildi, sem þar var einhvers staðar strand-
aður. Komust þeir nokkuð austur á sandinn, en
þar varð fyrir þeim vatnsfall, sem þeir komust
ekki yfir. Komust þeir síðar að því, að það var
Hópsósinn. En þótt þeir hefðu komizt alla leið,
þá hefðu þeir gripið í tómt, því að Skjaldar-
menn voru þá fyrir nokkru komnir heim að
Ægisiðu á Vatnsnesi. Þeir Guðmundur sneru
nú aftur og fundu von bráðar félaga sína, sem
biðu þeirra. Héldu þeir svo allir vestur með
sjónum. Vatn var ofan við sandinn, og var það
autt að mestu og ógengt. Bráðlega hittu þeir fé-
lagar fyrir sér annað vatnsfall vestar á sandin-
um. Fengu þeir síðar að vita, að það var Sig-
ríðarstaðaósinn, sem fellur í sjó skammt aust-
an við Vatnsnesið. Hann var ekki væður þeim
félögum. Voru þeir nú þarna inniklemmdir