Blanda - 01.01.1944, Page 303
299
milli tveggja vatnsfalla, sem þeir komust ekki
yfir. Var útlitið með björgun þeirra hið versta,
enda tók þeim nú mjög að kólna og suma þeirra
jafnvel að kala lítils háttar, svo illa sem þeir
voru allir á sig komnir. Verst var Jón Jónsson
frá Gautastöðum á sig kominn. Hann var eins
og fyrr segir berhendur, og fyrir ákafanum
hafði hann ekki gætt að klæða sig nógu vel. Var
Jón æðikollur hinn mesti og kappsfullur, en
eigi að sama skapi fyrirhyggjumaður. Tók hann
nú að gerast þrekaður allmjög af kulda og vos-
búð og dálítið kalinn á höndum.
Þeir félagar gengu nú um gólf í stórhríðinni
þarna á sandinum við ósinn, og var ævi þeirra
ill. Tóku sig þá til sumir þeirra, og réðust í að
sækja skipsbátinn austur á strandstaðinn, en
þar höfðu þeir bjargað honum undan sjó. Hinir,
sem eftir voru og sumir aðsettir og jafnvel flest-
ir, gengu um gólf á sandinum og börðu sér til
þess að halda á sér hita.
Þeir tóku nú að kalla, ef ske kynni, að til
þeirra heyrðist, ef menn væru þarna einhvers
staðar í nánd. Það leið eigi á löngu, þar til kalli
þeirra var svarað, og brátt greindu menn gegn-
um kafaldið og náttmyrkrið, — því að nú var
tekið að dimma af nótt, — að menn komu á
báti yfir ósinn. Var þar kominn bóndinn frá
Ægisíðu og vinnumaður hans. Höfðu þeir far-
ið að hugleiða það, eftir að Skjaldarmenn komu
þangað heim, voru orðnir hressir og höfðu sagt
sögu sína, að hugsazt gæti að fleiri skip kynnu
að hafa strandað á sandinum. Höfðu þeir svo
gengið til sjávar, en lítið sást fyrir byl og enda
farið að skyggja. En ekki höfðu þeir lengi dval-
ið við sjóinn, er þeir heyrðu köll Vommnanna.