Blanda - 01.01.1944, Page 304
300
Tóku þeir bát, sem var þarna við ósinn, settu
hann á flot og reru yfir til þeirra. Hinir komu
og brátt, sem austur eftir höfðu farið. Fluttust
þeir nú allir yfir ósinn. Yar þá Jón frá Gauta-
stöðum svo þrotinn, að ganga varð undir hon-
um. Kom þeim Ægisíðumönnum saman um það,
að bezt mundi að koma Jóni heim að bæ, sem
þar var skammt frá og Hrísakot heitir, því að
þangað var stytzt, enda var nú farið að þrengj-
ast í húsum á Ægisíðu, þar sem 12 menn af
Skildi voru þar fyrir. Fór vinnumaðurinn frá
Ægisíðu með Jón og þrjá aðra af Ycmarmönn-
um heim að Hrísakoti. Þar urðu þeir eftir, og
voru það auk Jóns þeir Björn frá Haganesi,
Guðmundur Jóhannsson frá Heiði og Benedikt
frá Skútu. Var þá klukkan um tvö um nóttina,
er þeir vöktu þar upp og Ægisíðumaðurinn
sagði þar frá tíðindum. Heimili þetta var frem-
ur fátækt, en tekið var skipbrotsmönnum þar
hið bezta. Lét heimafólk þá hátta í 'rúm sín, sem
það klæddist úr, bar inn eld, því að eigi var eld-
færi í baðstofunni, hitaði handa þeim mjólk,
og fekk til þurr föt handa þeim og hjúkraði
þeim með hinni mestu nákvæmni. Sofnuðu skip-
brotsmennirnir skjótt og vöknuðu ekki fyrr en
undir hádegi á föstudaginn.
Hinir átta af Yomrmönnum fóru að Ægi-
síðu með bóndanum þaðan. Fengu þeir þar hin-
ar beztu viðtökur og aðhlynningu. Voru þar nú
20 skipbrotsmenn, og má nærri geta, að þar
hafi verið fullsetin salarkynnin, en ekki létu
húsráðendur það í neinu merkjast, að þeim
þætti of margt manna í húsum sínum. Þóttust
hvorir tveggja, Skjaldarmeim og Vonaj’menn,
hina úr helju hafa heimt.