Blanda - 01.01.1944, Page 305
301
Á föstudaginn var sama stórhríðin. Héldu
strandmennirnir kyrru fyrir þann dag allan, en
á laugardaginn rofaði nokkuð til. Var skipbrots-
mönnunum fylgt nokkrum austur á sandinn
þann dag. Vatnið (Sigríðarstaðavatn?) var þá
lagt, svo að gengt var yfir það. Gafst þá á að
líta, er þeir komu austur á strandstaðinn. Var
þá klakabryggjan samfrosin landinu og langt á
sjó út, en samfelldur hafísinn þar utan við, svo
langt sem til sá. Skjöldur og Vonin voru sem
stórir hafísjakar í hrönninni, og sá hvergi í
þau fyrir klaka, en bæði voru þau óbrotin, að
því er virtist. Mátti ganga þurrum fótum út í
bæði skipin, og var enginn sjór í Voninni og
hún alveg ólek.
Köld var aðkoman fyrir þá V<marmenn, því
að allt var gaddað þar, sem frosið gat. Þeir
Vonarmenn fluttu sig þó um borð í skipið,
kveiktu upp eld, því að kol höfðu þeir nokkur
í skipinu, og hituðu upp hásetaklefann og bjugg-
ust þar fyrir. En hríðin hélzt áfram fram á
þriðjudagskvöld, þótt veðurofsann hefði lægt
mikið strax á föstudaginn.
Björn Sölvason veiktist af lungnabólgu, rétt
eftir að Vonarmenn fluttust aftur í skipið. Hef-
ir hann eflaust ofkælzt. Er það frétti Þorlákur
í Vesturhópshólum, sendi hann vinnumann sinn
með hest og sleða og lét sækja Björn, en Björn
var, eins og áður er getið, vinnumaður Sæmund-
ar Jónssonar í Haganesi, en þeir voru svilar,
Sæmundur og Þorlákur, Sæmundur giftur
Björgu og Þorlákur giftur Margrétu, dætrum
séra Jóns á Undirfelli. Lét Þorlákur sækja Júlí-
us lækni Halldórsson í Klömbrum til Björns og
veitti honum hina beztu aðhjúkrun á alla lund.