Blanda - 01.01.1944, Page 306
302
Lá Björn þar um hálfan mánuð, en var þá orð-
inn það hress, að hann treystist að fylgjast
með Voninni norður, enda lét Þorlákur þá einn-
ig aka honum til skips.
Eftir að hríðinni létti, tók hafísinn að lóna
frá Þingeyrasandi, enda gerði þá sæmilega tíð
um tíma. Var þá strax hafizt handa um það, að
koma þeim Skildi og Voninni á flot, en þau voru
bæði óbrotin. Ekki var það verk neitt árenni-
legt, þar sem öll þau áhöld vantaði, sem talin
eru nauðsynleg við slíkt. Var það ráð tekið, að
moka rásir í sandinn um fjöru hverja fyrir
hvort skipanna og láta þau fljóta í þeim um
flóðin. Þetta var erfitt og seinlegt verk. Var
gengið að því með fágætum dugnaði, og mátti
heita, að skipverjar ynnu nótt og dag. Tókst
loks eftir ótrúlega erfiðismuni að koma skipun-
um báðum út. Ekki var það heldur auðvelt
verk, að ná upp legufærum Vonarinnar, sem
strengd voru yfir grynningarnar, sem hún hafði
steytt á, — Selatengur minnir Björn, að þær
heiti. Þetta tókst þó um síðir.
Eftir að skipin voru komin á flot, — en það
tók um hálfan mánuð, — komust þau slysalaust
gegnum ísinn til Siglufjarðar. Varð fólk mjög
fegið komu þeirra. Sluppu þau mátulega heim
fyrir annan hríðarbylinn, hinn minnistæða
„krossmessubyl“ (14.—19. maí 1887), þegar
hinn mikli fénaðarfellir varð á Norðurlandi.
Féll þá svo mikill snjór, að eigi var fært að
komast öðruvísi en á skíðum frá heimili mínu
Heiði til sjávarins, og er það þó skömm leið, og
þrjár álnir var fanndýptin á svo nefndum Hjall-
mel, sem ber nokkuð hátt á, neðan við túnið á
Heiði.