Blanda - 01.01.1944, Page 308
Lögreður
Það er að sínu leyti eins og Strandamenn
hafa lögask, þannig hefir og á landi hér verið
lögreður, og er til þess þessi saga:
Kerling nokkur kom til sýslumanns og beidd-
ist skilnaðar við mann sinn. Sýslumaður innir
hana eftir orsökinni til þessa, og tekur þá kerl-
ing að telja harma sína, og sá þá sýslumaður
skjótt, að kerlingu þótti það manni sínum van-
gefið, sem Unni þótti Rút forðum ofgefið, —
„því það er sú mesta bölvuð ómynd, sem ég hef
séð“, sagði kerling. Sýslumaður spyr, ef verk-
færið sé það náttúruafbrigði, að það sé óhæfi-
legt, eður hvað því bagi helzt. „Og minnizt þér
ekki á hann“, segir kerling, „því þetta óhræsi
er ekki nema þrír þumlungar“. Sýslumaður
spurði þá, hvort ekki mætti bjargast við svo
lítið. „Hvað er að heyra til yðar?“ segir kerl-
ing, „þetta er ekki nema einn í hár, annar í
skinn og þriðji inn, og hvað verður þá fyrir
drættinum, herra minn?“ Kvaðst kerling eigi
skyld að láta sér nægja minna en lögreður.
Sýslumaður kvaðst eigi kunna það í lögum, að
hann vissi, hvað lögreður væri, — „eða nægir
hann ekki þriggja þumlunga?" „Nei“, segir
kerling, „nei, einn í hár, annar í skinn, þriðji,
fjórði og fimmti inn, það á að fara í dráttinn,
og þetta kalla eg lögreður, herra minn“.
(Þessa sögu hefi eg heyrt að norðan. — Hdr. Jóns
Ólafssonar í Lbs. 538, 4to.)