Blanda - 01.01.1944, Side 309
Tvö sendibréf frá Þorleifi á Háeyri
Bréf þau, er hér birtast, eru frá Þorleifi Kolbeins-
syni hinum ríka ó Stóru-Háeyri til bróðurdóttur hans,
Sigríðar Hafliðadóttur húsfreyju í Hjörsey á Mýrum.
Þorleifur á Háeyri er svo kunnur maður, að óþarft er
að skrifa um hann langt mál hér, og vísa eg einkum til
þess, sem um hann er ritað í Austantórum I, 43-73.
Kunnastur er Þorleifur fyrir auðsöfnun sína, en hann
var einnig vitsmunamaður mikill og framfaramaður í
ýmsum greinum. Skáldmæltur var hann og vel, en fátt
af kveðskap hans hefir geymzt. Góð viðbót við það eru
saknaðarstef þau eftir seinni konu hans, sem varðveitt
eru í síðara bréfinu. I bréfum þessum koma fram nokkr-
ar upplýsingar, sem vantar í Austantórur, en þar hefðu
átt að vera, þar sem talin eru systkini Þorleifs og börn
hans. Skal hér gerð nokkru nánari grein fyrir því. Ól'óf
Kolbeinsdóttir, systir Þorleifs, var lengi vinnukona
austur í Holtum og dó í Moldartungu 8. nóv. 1846, ógift.
Með Árna Snorrasyni frá Ketilsstöðum i Holtum átti
hún eina dóttur, er Guðbjörg hét og var fædd í Þjóð-
ólfshaga 6. nóv. 1842. Dóttir Guðbjargar með Andrési
Ásgrimssyni á Litlu-Háeyri er Ólöf sú, er Þorleifur segir
í fyrra bréfinu, að komið hafi í Ijósið 2. sept. 1868. Ólöf
giftist árið 1898 Guðna Jónssyni frá Skeiðaháholti,
verzlunarmanni á Eyrarbakka, og áttu þau tvær dætur,
sem eiga báðar heima í Reykjavík. Sonur Ólöfar, er
hún átti, áður en hún giftist, er Andrés Sveinbjörnsson
hafnsögumaður í Reykjavík. — Þorleifur getur í báðum
bréfunum dóttur sinnar, er hann hafi átt fram hjá fyrri
konu sinni. Þessi dóttir Þorleifs, Ólöf að nafni, var
fædd í Háfshól i Holtum 19. júlí 1841. Móðir hennar
var Vilborg Brynjólfsdóttir prests í Kálfholti, Guð-
mundssonar. Vilborg giftist síðar Hannesi bónda Bjarna-
Blanda VIII 20