Blanda - 01.01.1944, Page 310
306
syni í Unhól í Þykkvabæ og var seinni kona hans, og
ólst Olöf Þorleifsdóttir þar upp. Hún bjó siðan með
Einari Einarssyni austur i Þykkvabæ, og er sonur þeirra
Benjamín skósmiður í Reykjavík, f. í Unhól 1. marz
1866. Hann kvæntist í Reykjavík og á börn. — í síðara
bréfinu getur Þorleifur skipsskaðans á Eyrarbakka 13.
apríl 1870, er Sveinn Arason í Simbakoti drukknaði
við sjötta mann. Um það slys ritaði Þórður Jónsson á
Eyrarbakka í Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 24. des.
1937 og Jón Pálsson svargrein i sama blað 20. febrúar
1938. Hvorugur þeirra skýrir rétt frá erindi Magnúsar
Ingvarssonar, vinnumanns og formanns Þorleifs, til
Reykjavíkur daginn fyrir slysið, en það skiptir ekki
litlu máli í málflutningi Þórðar. Er ekki að efa, að Þor-
leifur sjálfur skýrir rétt frá erindi Magnúsar í einka-
bréfi, sem ritað er aðeins viku eftir að slysið átti sér
stað.
Móttakandi beggja bréfanna var bróðurdóttir Þor-
leifs, einkadóttir Hafliða Kolbeinssonar, er í Kambs-
ráninu lenti, sem kunnugt er. Sigríður giftist Jóni bónda
Sigurðssyni í Hjörsey á Mýrum. Sonur þeirra var Guð-
jón bóndi í Laxárholti, er var tvíkvæntur og átti margt
barna. Meðal þeirra var Runólfur bókbindari í Safn-
húsinu í Reykjavík. Guðjón bókbindari, sonur Runólfs,
hefir látið mér í té uppskrift af þessum bréfum Þorleifs
og leyft mér að birta þau hér, enda eiga þau meira en
skilið að varðveitast frá gleymsku.
Guðni Jánsson.
Stóru-Háeyri, 24. okt. 1868.
Elskulega systir!
Tilskrif af 18. apríl þakka eg þér alúðlegast
og eins hitt, sem þú skrifaðir í Reykjavík 16.
þ. m., en er eg meðtók samstundis. — Þú segist
hafa skrifað mér 2 bréf, síðan eg skrifaði þér
seinast 25. apr. 1867, það er þá með þessu af
16. þ. m., því í bréfi þínu 18. apr. þ. á. þakkar