Blanda - 01.01.1944, Side 311
307
þú tilskrif mitt af 25. apr. 1867, og fleiri bréf
hefi eg elcki frá þér fengið síðan. Eg á óeydd og
órifin öll þín bréf til mín, síðan þú fórst vest-
ur. Þau eru 12 að tölu að töldu með þessu sein-
asta Reykjavíkurbréfi, sem eg fékk í dag. Þú
segir, að þér þyki gaman að fá bréf frá mér, en
mér þykir líka gaman að fá bréf frá þér, og ekki
sízt að þessu seinasta, því eg þykist skilja af
því, að þér og þínum líði heldur betur en fyrri,
það er að segja, að þið heldur eflizt en tapi. Það
gleður mig ætíð, þegar eg heyri öðrum líða vei,
mér að skaðlausu. Þeir eða sá, sem hefir litla
trú á, að þú hafir eitthvað gott af að ferðast
hingað austur og finna mig, hafa öldungis rétt
fyrir sér, systir sæl! Þetta líf er fullt af vonum,
sem bregðast, og eftirvæntingum, sem ekki ræt-
ast. Mundu það og þá líka hitt: Til þess að geta
elskað menn, verðum við ætíð að ætlast til lítils
góðs af þeim, því fáir eru svo á sig komnir að
geta gjört mörgum mikið gott.
Nýjar fréttir hefi eg alls engar að segja þér.
Mér og mínum líður líkt og vant er, fólk mitt
allt við bærilega heilsu núna. Börn mín hafa
ekki fjölgað, síðan eg skrifaði þér 25. apríl
1867. Aftur hefir Guðbjörg Árnadóttir átt
ofurlitla stúlku. Hún heitir ólöf eftir móð-
ur hennar, en systur minni. Hún kom í ljós-
ið 2. september þ. á. Mín börn lifa öll enn, og
systur mínar 3 að tölu lifa allar enn, og eru 2,
Málfríður og Guðbjörg, hér á bæ hjá mér, en
Sigríður er á sama stað og þá eg ritaði þér sein-
ast, hér á Litlu-Háeyri. Hún er nú snart áttræð
og hefir enn ekki þegið sveitarstyrk. Svona á
nú fólkið að vera, góða mín. Eg er enn við líka
heilsu og að undanförnu, stend nú á sjötugu.