Blanda - 01.01.1944, Síða 312
308
1 er kýrin snemmbær eins og hjá þér. Ærnar
eru eitthvað um 60, sauðir sárfáir, gemlingur
enginn. Það heyjaðist svo illa í fyrra sumar og
þó enn verr í sumar, sem var eitt það versta,
sem eg hefi lifað. Sárilla fiskaðist í fyrra vetur
hér, lítið betur í vor, en alls ekkert í haust.
Horfir hér til stórbáginda í vetur, því korn er
afar dýrt, eltki að fá, og fæstir hafa fyrir að
gefa.
Ekki man eg, hvort eg hefi getið þess við þig
fyrri, að ólöf, dóttir mín, sem eg átti fram hjá
fyrri konu minni, er farin að búa í Þórutóft í
Þykkvabæ með ungum manni. Þau eiga 2 börn
saman, ógift, og búa fjandi illa eins og flestir
þeir yngri menn hér eystra. Þeir kunna ekki að
búa. Þeir vilja ekki taka sparsemdarkrossinn
upp á sig og fylgja mér eftir. Hafa þó margir
þeirra heyrt þau heilræði Franklíns: Eignastu
allt, sem þú getur, með ærlegu móti, og sparaðu
allt, sem þú eignast, og muntu vissulega auðg-
ast. Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra
þeir ekki allt það volæði og allan þann ódyggðar
her, sem óregla, leti og eyðslusemi hafa í för
með sér.
Þú sérð nú og heyrir, að eg hefi ekki fréttir
að segja þér, þar sem eg er að masa hitt og
þetta svona. Samt skal eg að endingu geta þess,
að 24. júní þ. á. var tekið for(h)ör um undan-
farna verzlun mína af sýslumanni, og bannað
að selja nokkurn útlendan varning framar á
ævi minni. Þú manst nú, að eg seldi dálítið af
ýmsu, þegar þú varst hér eystra. Kunni eg því
hálfilla við þessar trakteringar af sýslumanni
mínum, brá mér suður í Reykjavík, þó sjötugur
væri; með útskrift af for(h)örinu, en 12 dögum